- Advertisement -

Davíð og ljósastaurinn

Það var annað hvort árið 1991 eða 1992. Davíð var forsætisráðherra og ég vann á fréttastofu Ríkisútvarpsins. Ég hafði lært að það var nánast til einskis að leggja skilaboð fyrir Davíð. Hann gerði ekkert með það.

Hitt var annað. Ef ég hitti hann þá svaraði því sem ég spurði um. Stundum meira. Geymi það aðeins.

Man ekki hvað ég þurfti að fá að vita eða spyrja Davíð um. Vissi að hann var á skrifstofunni og vissi að samkvæmt dagskrá þingsins myndi hann ganga til þinghússins hvað úr hverju.

Ég tók mér stöðu fyrir utan stjórnarráðshúsið. Vitandi að Davíð fór alltaf fótgangandi frá Lækjargötunni og til Alþingis. Ég bei, og ég beið og beið.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Dyrnar opnuðust og út steig forsætisráðherra. Ég gekk að Davíð og spurði um það sem mig vantaði að vita eða fá staðfestingu frá honum. Hann sagðist vera flýta sér til Alþingis. Ég sagði að ég yrði að tala við hann og það strax.

Ég var með níðþunga segulbandið hangandi á annarri öxlinni. Hann sagði að ég yrði þá spyrja sig meðan við gengum að þinginu. Ég setti í gang og við gengum af stað. Í Austurstrætinu gáði ég ekki að mér og gekk á ljósastaur svo small í.

Davíð spyr: Meiddirðu þig. Svarið var: Nei, nei.

Davíð gat verið fínn alveg eins og hann gat verið ófínn.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: