Fyrirsögnin er Davíðs Oddssonar. Hún er í Mogga dagsins um Glasgowráðstefnuna. Í Mogganu m kemur fram að þrátt fyrir allt og allt eru Davíð og Greta Thunberg sammála um gagnsleysi ráðstefnunnar. Alveg sammála um það. Forsendur þeirra eru þó mjög ólíkar. Davíð telur enga þörf fyrir að halda svona ráðstefnu og telur að mannkynið eigi enga sök á hlýnun jarðar. Greta er annarrar skoðunar um ábyrgðarleysi stjórnmálamanna. Þar talar Davíð að reynslu og hefur það fram yfir Gretu.
Davíð segir: „En eins var hitt áberandi á götum Glasgow-borgar að áköfustu trúnaðarmenn óttans um að mannkynið stefni viljandi í að steikja sjálft sig í hel, telja að viðbrögðin við veraldarvandanum séu ofin blekkingum og sýndarveruleika stjórnmálamanna.“
Í Staksteinum vitnar Davíð til Gretu og hefur þetta eftir henni:
Greta segir: „Á ráðstefnunni eru bara stjórnmálamenn og leiðtogar, sem þykjast taka framtíð okkar alvarlega, þykjast taka veruleika fólks, sem glímir nú þegar við áhrif loftslagsbreytinga, alvarlega.“