- Advertisement -

Davíð og byltingin eða „byltingin“

Davíð Oddsson, ritstjóri Moggans, sá ástæðu til að rifja upp búsáhaldabyltinguna, eða „búsáhaldabyltingu“ eins og hann skrifar. Hann valdi Reykjavíkurbréf morgundagsins til þessa.

„Það var skrítið að sjá vitnað í verka­lýðsleiðtoga sem taldi nú þarf­ast að blása til nýrr­ar „búsáhalda­bylt­ing­ar“ í til­efni af efna­hags­leg­um af­leiðing­um kór­ónu­veirunn­ar!“

Þannig byrjar Davíð.

„Þeir eru enn til sem vilja vefja þá meintu „bylt­ingu“ í rós­rauðan skrúða en þó þolir mjög fátt af því sem gerðist þá minnstu skoðun. Hana mætti frem­ur kalla bylt­ing­una sem aldrei varð af því að hún sner­ist aðallega um sjálfa sig en ekki fram­haldið.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Ríkisstjórn Geirs H. Haarde, hrunstjórnin fræga:
„Það má þó kann­ast við að uppá­kom­ur tengd­ar þess­ari „bylt­ingu“ kipptu fót­um und­an sitj­andi rík­is­stjórn.“

Það má þó kann­ast við að uppá­kom­ur tengd­ar þess­ari „bylt­ingu“ kipptu fót­um und­an sitj­andi rík­is­stjórn, þar sem Sam­fylk­ing­in fór á taug­um eft­ir að há­vær lýður rudd­ist inn á fund henn­ar í Leik­hús­kjall­ar­an­um. En það verður seint flokkað und­ir bylt­ingu hvort flokk­ur á borð við Sam­fylk­ingu hrekk­ur af hjör­um.“

Þarna var snyrtilegt skot á Samfylkinguna. En var ríkisstjórn Geirs H. Haarde ekki lifandi dauð þegar þarna var komið.

„Eng­inn flokk­ur var þó met­inn á annað eins slikk og Björt framtíð sem síðar meir vegna gaura­gangs á net­inu nærri miðnætti sprengdi rík­is­stjórn í spað eina niðdimma nótt. Björt framtíð átti enga framtíð og dó þarna að mestu án fortíðar eft­ir að upp­lýst­ist að til­vera henn­ar helgaðist ein­göngu af því hversu mörg eða fá læk flokk­ur­inn fengi hjá faut­um nets­ins við hver dags­lok,“ skrifar Davíð.

Hér má hinkra við. Björt framtíð framdi pólitískt sjálfsmorð þegar flokkur fór í faðm  hægri flokkanna, Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar. Átti sér ekki viðreisnar  von eftir þau mistök.

Jæja, förum með Davíð á Austurvöll:

Rík­is­út­varpið, sem lif­ir enn á þeirri ónýtu mýtu að það sé „ör­ygg­is­tæki þjóðar­inn­ar,“ varpaði gagn­rýn­is­laust út öll­um sor­an­um.

„Það lið sem tók sér dag­skrár­valdið á Aust­ur­velli í „bylt­ing­unni“, og þá einkum þó rausið sem upp úr því valt og út­varpað var sem helgi­at­höfn, þolir illa skoðun og sýnu verr at­gang­ur skríls­ins sem skýldi sér í fjöld­an­um og munaði minnstu að hið hug­rakka lög­reglulið fengi ekki hamið. Þar var allt komið á ystu brún.

Það er vitað nú hverj­ir héldu í þá strengi og það er einnig vitað hverj­ir fjár­mögnuðu brúðuleik­ar­ana. Rík­is­út­varpið, sem lif­ir enn á þeirri ónýtu mýtu að það sé „ör­ygg­is­tæki þjóðar­inn­ar,“ varpaði gagn­rýn­is­laust út öll­um sor­an­um og þar með talið öskr­um um hvar ein­stak­ling­ar byggju með fjöl­skyld­um sín­um, og rétt væri og sjálfsagt að ofsækja!“

Kommon ritstjóri. Engar hálfkveðnar vísur. Nú er sú krafa gerð á „ritstýrðan“ Mogga að hann segi okkur allt. Hverjir héldu í strengina og hverjir borgðuðu? Davíð er blaðamaður, er ekki svo, og sem slíkur á að hann segja okkur fréttirnar sem hann aflar.

Við bíðum eftir að hinn „ritstýrði“ Mogginn birti fréttina.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: