Fréttir

Davíð, Mogginn og RÚV

By Miðjan

December 19, 2019

Viðar Guðjohnsen, sem er áhrifamikill innan Sjálfstæðisflokksins, skrifar langa grein í Moggann. Viðari er í nöp við Ríkisútvarpið. Hann er einnig gagnrýnin á boðskap núverandi fjölmiðla.

Einn kafli greinarinnar er forvitnilegri en aðrir:

„Í for­seta­kosn­ing­un­um 2016 var haldið uppi mjög óeðli­leg­um frétta­flutn­ingi og af­skipti Rík­is­út­varps­ins af kosn­ing­un­um mætti taka til sér­stakr­ar skoðunar. Hægt er að benda á að stjórn­ar­maður í Rík­is­út­varp­inu, sem lög­um sam­kvæmt tek­ur þátt í að móta dag­skrár­stefnu og megin­á­hersl­ur í starfi Rík­is­út­varps­ins til lengri tíma, hélt uppi linnu­laus­um og op­in­ber­um áróðri gegn Davíð Odds­syni. Fleira var eft­ir­tekt­ar­vert í þeim kosn­ing­um, m.a. mögu­leg notk­un gervimanna á sam­skiptamiðlum sem var beitt með þeim hætti að þegar eitt­hvað já­kvætt var sagt um Davíð Odds­son og bent var á staðreynd­ir, birt­ust hin og þessi nöfn sem aldrei hafa tekið þátt í póli­tískri umræðu og fylltu at­huga­semda­kerf­in af rang­færsl­um og út­úr­snún­ingi sem var rekj­an­leg­ur til fyrr­nefnds stjórn­ar­manns Rík­is­út­varps­ins.“

Ætli Viðar telji sig hafa fundið ástæðuna fyrir hraklegri útreið Davíðs í forsetakosningunum?

Viðar fer víðar. Hann hlífir Mogga Davíðs ekki. Seint í greininni segir Viðar: „Sí­fellt fleiri spyrja sig hvort stóru fjöl­miðlarn­ir séu orðnir póli­tísk vopn í hug­mynda­fræðilegu stríði umróts­manna.“