Viðar Guðjohnsen, sem er áhrifamikill innan Sjálfstæðisflokksins, skrifar langa grein í Moggann. Viðari er í nöp við Ríkisútvarpið. Hann er einnig gagnrýnin á boðskap núverandi fjölmiðla.
Einn kafli greinarinnar er forvitnilegri en aðrir:
„Í forsetakosningunum 2016 var haldið uppi mjög óeðlilegum fréttaflutningi og afskipti Ríkisútvarpsins af kosningunum mætti taka til sérstakrar skoðunar. Hægt er að benda á að stjórnarmaður í Ríkisútvarpinu, sem lögum samkvæmt tekur þátt í að móta dagskrárstefnu og megináherslur í starfi Ríkisútvarpsins til lengri tíma, hélt uppi linnulausum og opinberum áróðri gegn Davíð Oddssyni. Fleira var eftirtektarvert í þeim kosningum, m.a. möguleg notkun gervimanna á samskiptamiðlum sem var beitt með þeim hætti að þegar eitthvað jákvætt var sagt um Davíð Oddsson og bent var á staðreyndir, birtust hin og þessi nöfn sem aldrei hafa tekið þátt í pólitískri umræðu og fylltu athugasemdakerfin af rangfærslum og útúrsnúningi sem var rekjanlegur til fyrrnefnds stjórnarmanns Ríkisútvarpsins.“
Ætli Viðar telji sig hafa fundið ástæðuna fyrir hraklegri útreið Davíðs í forsetakosningunum?
Viðar fer víðar. Hann hlífir Mogga Davíðs ekki. Seint í greininni segir Viðar: „Sífellt fleiri spyrja sig hvort stóru fjölmiðlarnir séu orðnir pólitísk vopn í hugmyndafræðilegu stríði umrótsmanna.“