- Advertisement -

Davíð minnist ekki einu orði á Bjarna

Litla fréttastofan birti áhugaverða grein. Hún er svona:

„Leiðari Morgunblaðsins í dag vekur óneitanlega athygli. Sjaldan hefur leiðari Morgunblaðsins verið jafn beinskeyttur. Hann segir allt sem segja þarf um afstöðu Davíðs Oddssonar og Morgunblaðsins til Bjarna Benediktssonar, og það kemur kannski engum á óvart.

Þegar Sjálfstæðisflokkurinn fagnaði 90 ára afmæli sínu fyrir nokkrum árum var blásið til mikillar veislu í Valhöll. Uppblásnar bláar blöðrur prýddu salinn, snittur voru pantaðar, kökur bakaðar í tilefni dagsins. Eldri stuðningsmenn flokksins voru rifnir út úr tréverkinu og boðnir velkomnir. Þeir fóru vel á myndinni. Jafnvel nokkrir fyrrverandi kommar sáust í hópnum, ásamt samstarfsráðherrum og formönnum úr ríkisstjórnum þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði átt aðild. Þetta var sannarlega nýlunda.

En hvar var Davíð?

Þegar sagan verður rituð og við öll löngu horfin, munu flestir líklega meta Davíð Oddsson sem einn áhrifamesta stjórnmálamann Íslandssögunnar. Bjarni Benediktsson yngri mun hins vegar ekki hljóta sambærilega stöðu, hvorki í sögu Sjálfstæðisflokksins né íslenskra stjórnmála.

Það vakti því mikla athygli að Davíð Oddssyni, einum ástsælasta formanni Sjálfstæðisflokksins frá upphafi, var ekki boðið í 90 ára afmæli flokksins. Skilaboðin voru augljós frá núverandi formanni: Davíð var ekki velkominn, og æskilegt var að hann kæmi ekki í veisluna.

Er það því eitthvað undarlegt að Morgunblaðið hafi sparað blekið um Bjarna Benediktsson í leiðaranum í dag? Sennilega ekki. Davið gleymir aldrei neinu!“ 

Það er Jón Axel Ólafsson, sem verið hefur innanbúðarmaður í Hádegismóum, sem skrifaði greinina.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: