„Nú eru vinnudeilur í landinu og mikið í húfi að þær leysist eins hratt og farsællega og kostur er. Það á bæði við um launþega og vinnuveitendur, um það fara hagsmunir þeirra saman, hvað svo sem um annað er deilt. Deilurnar eru kostnaðarsamar fyrir báða aðila og geta jafnvel valdið gjaldþroti fyrirtækja og atvinnumissi launþega,“ segir í leiðara Moggans. Þetta er dæmigerður hræðsluáróður.
„Fyrir þjóðarbúið allt skiptir miklu að verðmætasköpun og vinna truflist ekki meira en óhjákvæmilegt er, en þess vegna má ríkisvaldið ekki láta sitt eftir liggja til að greiða fyrir friði á vinnumarkaði.
Dómstólar hafa þegar fjallað um tvo anga þessara deilna, en þar var um að ræða einföld en ákaflega brýn úrlausnarefni, sem vel hefði mátt afgreiða mun hraðar. Af því að það lá á.“
Svo kemur þetta:
„Eins kemur á óvart hve vinnumarkaðsráðherrann hefur skilað lítilli og lélegri vinnu í helsta og brýnasta hlutverki sínu Hann þarf að bretta upp ermar. Það liggur á.“