Fréttir

Davíð lítt hrifinn af Joe Biden

By Miðjan

March 25, 2023

Hér er hluti af einum kafla Reykjavíkurbréfs morgundagsins. Í færslunni á undan þessari er vitnað til viðtals Moggans við Önnu Makanju. Sú hefur unnið með Joe Biden og hefur verið innanhúss í Hvíta húsinu hefur allt aðra sögu að segja. Hér koma skrif Davíðs Oddssonar um forseta Bandaríkjanna:

„Fram til þessa hafa Banda­ríki Am­er­íku ein verið hugs­an­lega fær um svo feikna­lega aðgerð, og þar leik­ur doll­ar­inn enn aðal­rull­una. Doll­ar­inn er enn heims­mynt­in mikla, en Joe Biden hef­ur sjálfsagt óaf­vit­andi verið að ham­ast við á sín­um tveim­ur árum í embætti, að skera doll­ar­ann niður úr þeirri öf­undsverðu stöðu með yf­ir­gengi­legri skuld­setn­ingu al­rík­is­ins. Hann kall­ar jafn­vel slíka trilljóna skuld­setn­ingu í yf­ir­skrift „bar­áttu gegn verðbólgu“! Og er hann þó lítt sakaður um kímni­gáfu. Heims­mynt með slíka stöðu get­ur nán­ast út í hið óend­an­lega „hlaupið und­ir bagga“ heima fyr­ir, því þá mynt „má prenta“ einnig næst­um út í hið óend­an­lega, ef Banda­rík­in eru til­bú­in til að hleypa verðbólg­unnni af stað í 3 til 4 ár, og þar með gert skuld Banda­ríkj­anna við aðrar þjóðir að næst­um engu, og efna hana þá loks, séu þau til­bú­in til að axla inn­an­land­só­ánægj­una jafn lengi og þarf.“