Hér er hluti af einum kafla Reykjavíkurbréfs morgundagsins. Í færslunni á undan þessari er vitnað til viðtals Moggans við Önnu Makanju. Sú hefur unnið með Joe Biden og hefur verið innanhúss í Hvíta húsinu hefur allt aðra sögu að segja. Hér koma skrif Davíðs Oddssonar um forseta Bandaríkjanna:
„Fram til þessa hafa Bandaríki Ameríku ein verið hugsanlega fær um svo feiknalega aðgerð, og þar leikur dollarinn enn aðalrulluna. Dollarinn er enn heimsmyntin mikla, en Joe Biden hefur sjálfsagt óafvitandi verið að hamast við á sínum tveimur árum í embætti, að skera dollarann niður úr þeirri öfundsverðu stöðu með yfirgengilegri skuldsetningu alríkisins. Hann kallar jafnvel slíka trilljóna skuldsetningu í yfirskrift „baráttu gegn verðbólgu“! Og er hann þó lítt sakaður um kímnigáfu. Heimsmynt með slíka stöðu getur nánast út í hið óendanlega „hlaupið undir bagga“ heima fyrir, því þá mynt „má prenta“ einnig næstum út í hið óendanlega, ef Bandaríkin eru tilbúin til að hleypa verðbólgunnni af stað í 3 til 4 ár, og þar með gert skuld Bandaríkjanna við aðrar þjóðir að næstum engu, og efna hana þá loks, séu þau tilbúin til að axla innanlandsóánægjuna jafn lengi og þarf.“