- Advertisement -

Davíð lítt hrifin af kommúnistum

…fjöldi fólks er á biðlista eft­ir bráðaaðgerðum og þarf að bíða mánuðum saman…

Ég kann nokkrar sögur af Davíð Oddssyni. Bæði skemmtilegar og svo aðrar yfirmáta leiðinlegar. Ætli samt ekki að segja eina einustu. Ekki að sinni hið minnsta.

Davíð hefur skömm á kommúnistum. Það kemur skýrt fram í Staksteinum dagsins. Hann nýtir sér skrifa Jóns Magnússonar, sem Miðjan nýtti sér vel í gær.

Jón skrifaði um Katrínu Jakobsdóttur og Davíð tekur upp: „…því yfir að hún væri hug­mynda­fræðilega skyld þeim Bernie Sanders hinum am­er­íska og Varoufakis hinum gríska.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Svo fer Davíð á fullt skrið: „Bernie Sanders er maður sem dá­sam­ar komm­ún­ista­stjórn­irn­ar á Kúbu og Venesúela. Vegna óstjórn­ar í Venesúela streyma hingað hæl­is­leit­end­ur sem flýja dýrðarríkið, sem ætla má að þau Bernie og Katrín hafi svo mikl­ar mæt­ur á. Þá vill Bernie þessi gera allt fyr­ir alla á annarra kostnað eins og góðir sósí­al­ist­ar gera jafn­an þangað til þeir eru bún­ir með pen­inga annarra.“

Davíð er meira en ofboðið og spólar í sama drullufarinu: „Svo er það hug­mynda­fræðilegi skyld­leiki for­sæt­is­ráðherra og fyrr­um fjár­málaráðherra Grikk­lands Varoufakis sem fór úr rík­is­stjórn rót­tæks sósí­al­ista­flokks, af því að hann var ekki nógu rót­tæk­ur fyr­ir komm­ún­ist­ann Varoufakis. Varoufakis hef­ur mikið og stórt horn í síðu frjálsr­ar sam­keppni og markaðsbú­skap­ar. En sú hug­mynda­fræðilega nálg­un hans fell­ur held­ur bet­ur í kramið hjá ís­lenska for­sæt­is­ráðherr­an­um.“

Jæja, ekki er allt búið enn. Davíð telur sig hafa náð í hnakkadrambið á Katrínu og Svandís. „Íslenski heil­brigðisráðherr­ann, flokks­syst­ir for­sæt­is­ráðherra, fram­kvæm­ir nú sem mest hún má stefnu þeirra Katrín­ar og Varoufakis með þeim af­leiðing­um að fjöldi fólks er á biðlista eft­ir bráðaaðgerðum og þarf að bíða mánuðum og jafn­vel árum sam­an sárþjáð eft­ir nauðsyn­leg­um aðgerðum af því að vondu kapí­tal­ist­arn­ir á Íslandi mega ekki græða og þá er betra að velja dýr­ari val­kost jafn­vel þó að út­lend­ir kapí­tal­ist­ar græði.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: