Stjórnmál
„Kerfið, sem þáverandi borgarstjóri lét klambra saman í kringum tilbúning þessa máls, er algjörlega óþekkt í borgarkerfinu, þótt einstök dæmi séu til um slíka aðgerð í þinginu, en þau mál lúta öðrum lögmálum. Hér var allt byggt á því, að koma þyrfti tugum milljarða frá borgarbúum til gæðinga og með hinni skrítnu aðferð. Sett var upp lokað herbergi, sem borgarfulltrúar gátu farið inn í einir(!) og án þess að neinar upplýsingar væru veittar eða þeir fengju að bera sig saman við sína samstarfsmenn,“ segir í Reykjavíkurbréfi Davíðs Oddssonar í Reykjavíkurbréfi Moggans.
Hér er fjallað um gjafagjörning Dags B. Eggertssonar til olíufélaganna. Aftur í Davíðsbréfið og hér er hoggið í Hildi Björnsdóttur oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn:
„Minnihlutinn átti þannig ekki nokkur tök á því að ræða þetta mikla mál í sínum ranni. Og engin rök lágu til þessara undarlegheita. Það sárgrætilega var svo til viðbótar að leiðtogi stærsta minnihlutaflokksins í borgarstjórn tók þátt í því að leiða málið hjá sér, en greiða atkvæði sitt með því á lokapunkti. Ekki verður séð að nein önnur skýring sé á svo óábyrgri hegðun en að eiginmaður leiðtogans sé sérstakur sendiboði og hlaupastrákur Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, eins af stóru þiggjendunum í þessu sóðalega svindli. Öllum öðrum borgarfulltrúum var vorkunn, þótt þeim fipaðist, enda refirnir til þess skornir, að hver og einn þeirra gæti ekki rætt þetta mikla mál í sínum hópi, nema eftir minni úr stuttu stoppi í „leyniherberginu“.“