Davíð Oddsson er alls ekki sáttur eða kátur með Skaupið.
„Kosturinn við áramótaskaup Ríkisútvarpsins nú er að það setti nýjan botn með afgerandi hætti. Ganga má út frá því og jafnvel vona að það taki nokkurn tíma að slá þetta met. „Engar líkur standa þó til þess að oflátungarnir sem stjórna þessari stofnun og þykjast eiga hana læri nokkuð. Þar á bæ kunna menn sjálfsagt sitthvað, en að skammast sín er þá ekki eitt af því.“
Þannig hefjast skrif hans í leiðara dagsins. Hann er ekki eini hægri maðurinn sem er ósáttur. Sumir þeirra velja, í fúlustu alvöru, að hægri sinnaðir fái sitt eigið skaup.
Aftur yfir til Davíðs.
„Víst er að enginn algildur mælikvarði er á skemmtigildi en um þetta „skaup“ á þó hið fornkveðna við að það hefði verið fyndnara hefði verið húmor í því.“
Davíð fer í föt gagnrýnandans og skrifar:
„Mest kom á óvart hvað skaupið var ljótt, illgjarnt og hve lágt var lagst og hverra erinda var gengið. „Það er nokkurt afrek að halda svo illa á að það var orðið allt að því óviðeigandi að þessi hópur settist allsgáður í dómarasæti yfir klausturmunkum eftir það sem á undan gekk.“
Davíð hnýtur sérstaklega um atriðið um hommana og blóðgjafir.
„Og inn í skaupið var eins og skratta úr sauðarlegg skellt baráttuatriði um blóðgjöf þar sem boðskapurinn var að réttur sem kynni að tengjast henni snúist um rétt til að gefa blóð en ekki um réttinn til að mega geta vænst öruggrar blóðgjafar á úrslitastundu!“
Fái Davíð og félagar nokkrum um ráðið verða tvö skaup á næsta ári. Eitt sérstaklega fyrir hægri sinnaða.