Fréttir

Davíð: Hver lét eyða tölvupóstunum?

By einarkusk

October 27, 2015

Samfélag Davíð Oddsson, sem er sennilega höfundur leiðara Morgunlaðsins í dag, segir Morgunblaðið hafa heimildir aðLandsdómsmálið hafi orðið til þess að fyrirskipað var að tölvupóstum ráðuneytisstjórans í þáverandi efnahags- og viðskiptaráðuneyti var eytt.

Í leiðaranum segir meðal annars: „Komið er á daginn að einhver óskaði sérstaklega eftir því að tölvupóstar yfirmanna í Efnahags- og viðskiptaráðuneytinu yrðu eyðilagðir og einnig afrit slíkra pósta. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að ein af ástæðum þess gjörnings hafi verið málatilbúnaður fyrir Landsdómi. Af hverju í ósköpunum er þetta mál ekki rannsakað? Hvaða menn áttu þarna í hlut, hverjir þrýstu á og hverjir tóku endanlega ákvörðun um að eyða tölvupóstunum.

Mál fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna sýnir að ekki er útilokað að „finna“ eydda tölvupósta aftur, ef reynt er í tæka tíð. Ef mál af þessu tagi er ekki rannsakað þá er a.m.k. ástæða til að upplýsa almenning í landinu um hverjir komi í veg fyrir það og hvers vegna. Ræður hreinn geðþótti eða efnislegt mat, sem stenst skoðun, þeirri ákvörðun? Traust til sjálfstæðra opinberra aðila veltur á því hvernig slíkum spurningum er svarað.“