- Advertisement -

Davíð húðskammar Þórdísi Kolbrúnu

En hitt var jafn­víst að slík tor­tryggni um þýðing­ar­mik­inn mála­flokk gat borið dauðann í sér. Dæm­in frá 1956-58 og 1971-74 eru kunn og hvor­ug stjórn­in sat út kjör­tíma­bilið.

Staksteinar.

En hitt var jafn­víst að slík tor­tryggni um þýðing­ar­mik­inn mála­flokk gat borið dauðann í sér. Dæm­in frá 1956-58 og 1971-74 eru kunn og hvor­ug stjórn­in sat út kjör­tíma­bilið.

Davíð Oddsson dregur hvergi af sér þegar hann skammast við Þórdísi K.R. Gylfadóttur utanríkisráðherra. Áður en það verður skoðað er rétt minnast þess að eitt sinn var Davíð utanríkisráðherra. Í tæpt eitt ár. Hann setti algjört met í skipan nýrra sendiherra. Nóg um það. Alla vega í bili.

„Flumbru­gang­ur í ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu í viðkvæmu máli er fjarri því að vera til fyr­ir­mynd­ar. Nú er fyr­ir löngu svo komið að tveggja flokka stjórn­ir heyra sög­unni til. Það er alþekkt kenn­ing að rík­is­stjórn sé ekki fjöl­skipað stjórn­vald og lögð er áhersla á, að hver „fagráðherra“ fari með end­an­legt vald í sínu ráðuneyti, og í áhersl­unni á að rík­is­stjórn­in sé ekki fjöl­skipað stjórn­vald felst það að ekki eru greidd at­kvæði þar, til að knýja fram niður­stöðu,“ segir í Staksteinum dagsins.

Þú gætir haft áhuga á þessum

…að eiga náið sam­band og sam­starf varðandi ákv­arðanir á sviði ut­an­rík­is­mála.

„Allt er þetta rétt og satt. En það þýðir þó ekki að mál séu keyrð í gegn í rík­is­stjórn af ein­um fagráðherra, ef fyr­ir ligg­ur að veru­leg­ur ágrein­ing­ur er þar um af­greiðslu mála. Þótt það kunni að vera í takt við laga­bók­staf­inn og tækni­lega rétt, þá má gefa sér að vinnu­brögð af því tagi grafi smám sam­an und­an nauðsyn­legri sátt í rík­is­stjórn.

Mál­efni ut­an­rík­is­ráðuneyt­is eru sér­lega viðkvæm og þess vegna hafa for­ystu­menn í rík­is­stjórn nær und­an­tekn­ing­ar­laust gætt þess vel á liðnum árum að náið sam­starf sé á milli for­ystu­manna stjórn­ar­liðsins um slík mál. Á meðan tveggja flokka sam­starf var líf­væn­legt í skjóli þingstyrks var vel vitað að for­sæt­is­ráðherra og ut­an­rík­is­ráðherra á hverj­um tíma áttu náið sam­starf um ut­an­rík­is­mál, enda alþekkt að odd­vit­ar rík­is­stjórna ein­stakra landa hlutu að eiga náið sam­band og sam­starf varðandi ákv­arðanir á sviði ut­an­rík­is­mála.

En and­stæðan er líka þekkt um hina hliðina, að póli­tísk tor­tryggni inn­an rík­is­stjórna væri svo mik­il, og þá ekki síst varðandi ut­an­rík­is- og varn­ar­mál, að talið var að ut­an­rík­is­ráðherra í vinstri­stjórn ætti frem­ur trúnað for­ystu­manna stærsta stjórn­ar­and­stöðuflokks­ins á þingi, sem var þá um leið stærsti stjórn­mála­flokk­ur lands­ins, þótt hann væri utan stjórn­ar um hríð. En hitt var jafn­víst að slík tor­tryggni um þýðing­ar­mik­inn mála­flokk gat borið dauðann í sér. Dæm­in frá 1956-58 og 1971-74 eru kunn og hvor­ug stjórn­in sat út kjör­tíma­bilið.

En þótt nú sé þannig komið að rík­ari sátt sé um ver­una í Nató og eft­ir at­vik­um um sam­starfið í varn­ar­mál­um hafa lög­mál­in um sam­starf ekki breyst í grund­vall­ar­atriðum.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: