- Advertisement -

Davíð horfir bitur um öxl og Brynjar líka

Sigurjón Magnús Egilsson:

Hefur Davíð efni á að ybba gogg? Varla. Nýjasta mæling segir að miðaldra fólk og yngra hefur snúið baki við Mogganum og Davíð.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins er annað og minna en oftast var. Í leiðara Moggans sem nefnist: „Horfa skal bitur um öxl“ rifjar Davíð upp horfna tíð. Það er þegar fylgi Sjálfstæðisflokksins var allt annað og meira en það er og hefur verið í formannstíð Bjarna Benediktssonar.

Gefum Davíð orðið, í leiðaranum segir: „Rétt eins og Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hér hef­ur iðulega verið með fylgi á bil­inu 35-40% þá hafa Kristi­leg­ir í Þýskalandi iðulega verið með sam­svar­andi stöðu og jafn­vel sterk­ari en fyrr­nefnd­ur flokk­ur.“

Það er ekki bara Davíð sem voga sér að gagnrýna Bjarna og flokkinn og hvernig fylgið hefur hrunið af honum í formannstíð Bjarna. Meira að segja Brynjar Níelsson tekur þátt í gagnrýninni og skrifar þetta um stöðuna:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Fylgi Sjálfstæðisflokksins hjá yngra fólki virðist vera í sögulegu lágmarki, sem er mikið áhyggjuefni,“ skrifar Brynjar.

Nú skulum við hinkra við. Hefur Davíð efni á að ybba gogg? Varla. Nýjasta mæling segir að miðaldra fólk og yngra hefur snúið baki við Mogganum og Davíð. Nokkuð vel innan við tíu prósent miðaldra fólks og yngra les Moggann, 9,4 prósent segir Gallup.

Nú er hún Snorrabúð stekkur. Það er greinilega allt á fallandi fæti hjá Flokknum og fylgitunglum hans.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: