Davíð Oddsson er ekki hollvinur Ríkisútvarpsins. Leggur oft á sig króka til að hnýta í stofnunina. Í leiðara dagsins er þetta markverðast, þar sem Davíð hittir RÚV beint á ská:
„Vestrænar fréttastofur, sem veikastar voru fyrir, eins og sú uppi í Efstaleiti, sem missir sig alltaf fyrst allra, létu teyma sig á asnaeyrunum misserum saman og hafa sennilega ekki enn uppgötvað hvernig farið var með þær. Lakara var að betri menn gleyptu næstum því jafnhratt upplýsingar um að rússneskir tölvuþrjótar hefðu sett fjármuni inn á Fésbók og þess háttar fyrirbæri, til að hafa áhrif á kosningarnar Trump í hag. Ef þeir hefðu andað rólega hefðu þeir séð að upphæðirnar sem um var að tefla voru sambærilegar við það, að færeyskir tölvuþrjótar hefðu varið tæpum 50 þúsund krónum til að hafa áhrif á íslensku kosningarnar síðast!“