- Advertisement -

Davíð, hann sjálfur og Klausturbarinn

Davíð Oddsson kemur, meðal annars, við á Klausturbarnum i Reykjavíkurbréfi dagsins:

„En af til­efni þess­ara ólán­legu frétta af barn­um í Klaustr­inu rifjaðist upp að bresk­ur þingmaður í heim­sókn hér upp­lýsti að í breska þing­inu væru 23 bar­ir. Sum­ir þeirra væru fyr­ir neðri deild­ina og aðrir fyr­ir lá­v­arðadeild­ina og væru flest­ir þeirra opn­ir þeim blaðamönn­um sem skráðir væru og samþykkt­ir sem þing­frétta­rit­ar­ar.

Bréf­rit­ari vann að dag­skrár­mál­um um þingið fyr­ir Rík­is­út­varpið með námi sínu í laga­deild­inni fyr­ir 45 árum eða svo og starfaði svo sem þing­frétta­rit­ari fyr­ir Morg­un­blaðið ári síðar. Þar voru þá eng­ir bar­ir frek­ar en nú. Og ekki varð þess vart að óregla væri meiri í þing­hús­inu þá en utan þess, nema síður væri. En viður­kenna má að eft­ir því sem skamm­degið þyngd­ist og stytt­ist í þing­hlé fyr­ir jól er hugs­an­legt að menn hafi „þvert á þing­flokka“ skot­ist út á Borg, enda var fátt um fína drætti ann­ars staðar. (Blaðasnáp­um var ekki boðið með.)

Og sjálfsagt var ekki al­veg frítt við að ein­hver birgðasöfn­un ætti sér stað til heima­brúks, sem eitt­hvað grynnkaði, áður en viðkom­andi kom því heim.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Litli sómamaðurinn“

Sá maður sem hljóðritaði klámkjaftanna fær „vænt vink“ frá ritstjóranum,

„Á Íslandi fórnaði „litli sómamaður­inn“ sér í þetta. Hann sagði sjálf­ur að af þess­um sex, sem töluðu svo hátt við borð, hefði hann aðeins þekkt einn í sjón, Sig­mund Davíð. Hann ákvað þó að taka upp fjög­urra klukku­tíma spjall þing­manns­ins við, þess vegna fimm al­menna borg­ara, sem hann hafði ekki hug­mynd um hverj­ir væru! Er það virki­lega? Er það þess vegna sem hann vill ekki láta nafn­greina sig?“

Ritstjórinn ólesinn?

„Bréf­rit­ari hef­ur ekki sökkt sér niður í þess­ar frá­sagn­ir en það sem hæst hef­ur farið er einkar lág­kúru­legt og lækk­ar mjög risið á þeim sem þar fóru með. Hitt er annað mál að þar sem menn koma sam­an á veit­ingastað við borð, jafn­vel hvítþvegn­ir engl­ar, bind­ind­is­menn og vegan sem hinir, þá er ekki þar með sagt að þeir þurfi að sæta því að sam­töl þeirra séu hljóðrituð og birt, af því að þetta séu „op­in­ber­ir staðir“.“

Og Davíð sjálfur

„Álit­leg­ur fjöldi manns hef­ur um all­langa tíð séð um að halda til haga ýms­um göll­um og ann­mörk­um á per­sónu bréf­rit­ara og flest­ir án auka­launa, en sem bet­ur fer hafa sum­ir fengið umb­un fyr­ir. Þótt ekki sé gert lítið úr því verki er enn margt ósagt, sem væri svo hægt að ýkja, lita og marg­falda til þess að gera mynd­ina áhrifa­meiri.“

Margir hafa haft laun af því að fjalla um Davíð, það er rétt, bæði kosti hans og galla, eins og gengur. Sá sem þetta skrifar byrjaði í blaðamennsku á árinu 1987 og hefur skrifað drjúgt um stjórnmála- og embættismanninn Davíð. 1987 var Davíð borgarstjóri og síðar varð hann forsætisráðherra, dómsmálaráðherra, seðlabankastjóri og nú ritstjóri sögufrægar útgáfu af Morgunblaðinu. Hvers vegna sögufrægrar? Jú, vegna þess að núverandi eigendur setja peninga í blaðið til að það verji kvótakerfið, haldi Íslandi utan ESB og verji stjórnarskrána. Þau eru markmið útgáfunnar. Mjög sérstakt.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: