Davíð Oddsson hefur sýnilega tekið afstöðu í baráttu ráðherranna Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar um fyrsta sætið í Reykjavík. Davíð notar leiðara ddagsins til að hæðast að, eða hið minnsta að gera tilraun til þess, að Guðlaugi Þór. Svo er annað hvaða bit er eftir í pólitísku sverði Davíðs, sem hefur komið Mogganum niður að þeim stað sem Þjóðviljinn var á sínum tíma. Hér eru lok leiðarans:
„Skrifstofustúlka í Brussel mun þá hafa hringt í vaktmann í anddyrinu á Rauðarárstíg eftir vinnu til að tilkynna að ákveðið hefði verið í Brussel að Ísland væri orðið þátttakandi í refsiaðgerðunum út af Krímskaga. Sagan segir að vaktmaðurinn hafi verið gamall Skagamaður og því veikur fyrir skagamálum af þessu tagi. Ísland hefur síðan tapað milljörðum eða milljarðatugum árlega og ganga verður út frá að Rússar hafi fyrir löngu skilað Krímskaga eða séu um það bil að gera það. Ella sé ekkert vit í málinu. En sé þetta mál að dragast, sem seint verður trúað, hefði stúlkan sem hringdi í vaktmanninn sjálfsagt upplýst hann um gang málsins. Annars verður óhjákvæmilegt að panta nýja skýrslu utan úr bæ um að Krímskaginn sé nú innan seilingar og sé í rauninni ekki í lakari umbúðum en orkupakkinn. Við sem vitum öll að þeir eru með putta frá Brussel á málum hjá sér á Rauðarárstíg getum því andað rólega. Það sýndi sig þegar pissa þurfti hratt á sig í orkupakkamálinu síðast, þá gekk það eins og í sögu og gott ef íslensku stjórnarskránni var ekki breytt í sömu andrá með sendibréfi utan úr bæ. Hann gerir þetta hann Gulli, eins og þeir sögðu í Karnabæ forðum.“
Kannski er þetta fyndið.
En hér að neðan er afreksskrá Davíð meðan hann „gegndi“ starfi utanríkisráðherra. Aldrei í veraldarsögunni hefur nokkur ráðherra skipað jafn marga sendiherra á eins skömmum tíma og Davíð gerði: