Greinar

Davíð hæðist að Bjarna fjármálaráðherra

By Miðjan

September 13, 2022

Ýmsar hug­mynd­ir aðrar voru reifaðar til þess að afla rík­is­sjóði meiri tekna, sem bera vitni um hug­mynda­auðgi emb­ætt­is­manna og stjórn­mála­manna til þess að grynnka á ráðstöf­un­ar­fé al­menn­ings, en lítið annað, segir í leiðara Davíðs í Mogga dagsins.

Bjarni þarf sýnilega að hafa fyrir fjárlagafrumvarpinu. Það fær vond viðbrögð hvarvetna.

En hvað um formenn hinna flokka í ríkisstjórninni. Til dæmis hvað varðar vilja Bjarna og flokksins hans til að auka einkarekstur í heilbrigðiskerfinu:

Það er komið inn á þetta í Fréttablaðinu:

Spurður hvort sundrung sé meðal ríkisstjórnarflokkanna hvað varðar áform um aukinn einkarekstur í heilbrigðisþjónustu svarar Bjarni: „Ég vona að svo sé ekki.“

Það má marka af þessu að ekki sé vissa um að hinir flokkarnir fylgi Bjarna.

-sme