Davíð, Guðni og Halla
Embætti forseta
Í leiðara í blaði Davíðs Oddssonar er fjallað forsetaskiptin. Vert er að minnast þess að það sló í brýnu milli Davíðs og Guðna í forsetakosningunum 2016 þegar Davíð bar ósannindi á Guðna. Guðni svaraði Davíð með eftirminnilegum hætti.
Í leiðaranum segir um Guðna:
„Guðni Th. Jóhannesson gegndi embætti forseta Íslands skemur en venja hefur verið, en í tvö kjörtímabil þó. Hann ávann sér vinsældir og væntumþykju þjóðarinnar, kappkostaði að skapa meira logn um embættið en verið hafði í sviptivindum útrásar, hruns og pólitískrar upplausnar. Um leið tamdi hann sér meiri alþýðleika í embætti en vaninn var. Honum fylgja góðar óskir um velfarnað á nýjum vettvangi og gömlum með þökk fyrir þjónustu hans við þjóðina.“
Um Höllu Tómasdóttur segir:
„Halla Tómasdóttir tekur við embætti forseta Íslands í dag eftir að hafa borið sannfærandi sigur úr býtum í forsetakjöri. Hún hefur ekki reynslu úr opinberri þjónustu, en það þarf ekki að há henni, hlutverk embættisins er skýrt um það sem þarf, en opnara um það sem má. Hún er sprottin úr jarðvegi einkaframtaksins og hefur mikla reynslu á alþjóðavettvangi, sem eflaust verður henni gott veganesti. Fyrst og síðast þarf hún að tileinka sér skilning á kjörum fólksins í landinu og hinu þjóðlega, sem gerir Íslendinga að þjóð á meðal þjóða; þá mun vel farnast.“