- Advertisement -

Davíð, Guðni og Halla

Embætti forseta Í leiðara í blaði Davíðs Oddssonar er fjallað forsetaskiptin. Vert er að minnast þess að það sló í brýnu milli Davíðs og Guðna í forsetakosningunum 2016 þegar Davíð bar ósannindi á Guðna. Guðni svaraði Davíð með eftirminnilegum hætti.

Í leiðaranum segir um Guðna:

„Guðni Th. Jó­hann­es­son gegndi embætti for­seta Íslands skem­ur en venja hef­ur verið, en í tvö kjör­tíma­bil þó. Hann ávann sér vin­sæld­ir og vænt­umþykju þjóðar­inn­ar, kapp­kostaði að skapa meira logn um embættið en verið hafði í svipti­vind­um út­rás­ar, hruns og póli­tískr­ar upp­lausn­ar. Um leið tamdi hann sér meiri alþýðleika í embætti en van­inn var. Hon­um fylgja góðar ósk­ir um velfarnað á nýj­um vett­vangi og göml­um með þökk fyr­ir þjón­ustu hans við þjóðina.“

Um Höllu Tómasdóttur segir:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Halla Tóm­as­dótt­ir tek­ur við embætti for­seta Íslands í dag eft­ir að hafa borið sann­fær­andi sig­ur úr být­um í for­seta­kjöri. Hún hef­ur ekki reynslu úr op­in­berri þjón­ustu, en það þarf ekki að há henni, hlut­verk embætt­is­ins er skýrt um það sem þarf, en opn­ara um það sem má. Hún er sprott­in úr jarðvegi einkafram­taks­ins og hef­ur mikla reynslu á alþjóðavett­vangi, sem ef­laust verður henni gott vega­nesti. Fyrst og síðast þarf hún að til­einka sér skiln­ing á kjör­um fólks­ins í land­inu og hinu þjóðlega, sem ger­ir Íslend­inga að þjóð á meðal þjóða; þá mun vel farn­ast.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: