- Advertisement -

Davíð fretar úr þríhleypunni

Davíð Oddsson er hinn besti morgnhani. Ekki síst þegar ólundin er mikil.

Sumir morgnar með Davíð Oddssyni eru skemmtilegir. Eftir því sem ólund ritstjórans er meiri, því er meira gaman. Hann bregst ekki í dag. Hann mundar þríhleypuna. Skotmörkin eru þrjú; að venju er Guðlaugur Þór Þórðarson fyrsta skotmark, þá Katrín Jakobsdóttir og svo „eðalfulltrúinn“ Guðni Th. Jóhannesson forseti.

Fyrst að Gulla. Gullu veit það sennilega manna best að hann hljóp á sig þegar Trump lokaði eigin landamærum. Það er eitt. Hið virðist alvarlegra að hann kann að hafa sært meinta vini ritstjórans þar vestra.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Guðlaug­ur nefn­ir aðeins að hon­um hafi verið klappað á koll­inn.

„Sam­tal ut­an­rík­is­ráðherra Íslands og Banda­ríkj­anna í síma hef­ur nú átt sér stað en þeir þar höfnuðu beiðni um fund. Sam­kvæmt frá­sögn héðan af sam­tal­inu verður þó ekki séð að það hafi farið fram. Guðlaug­ur nefn­ir aðeins að hon­um hafi verið klappað á koll­inn vegna viðbragða sóttvarnalæknis. Var það eina er­indið?“

Þannig skrifar ritstjórinn og er stórum móðgaður fyrir hönd meintra vina sinna. „Æfing­ar á vörn­um Íslands voru blásn­ar af þegar Trump lokaði á Evr­ópu án þess að bera það und­ir Guðlaug. Lát­um vera ef Guðlaug­ur hefði hætt í reiðik­asti við að æfa varn­ir sín­ar gegn árás­um á Banda­rík­in. Enda mikið verk­efni.“

Auðvitað Davíð spælir Gulla. Þinglið Sjálfstæðisflokksins, af óþekktum ástæðum, vill forðast að vera tekið fyrir í Staksteinum. Flestum öðrum finnst gaman af því. En það er annað mál.

„Þegar ráðherr­ann sá undr­un­ar­svip landa sinna breytti hann frétt­inni af sjálf­um sér. Þess­ar æf­ing­ar, sem hann hafði bannað, höfðu eig­in­lega hætt sér sjálf­ar því að varn­ar­menn hefðu ekki kom­ist heim aft­ur vegna lok­un­ar á Evr­ópu!“

Þá er það hlaup númer tvö: „Þegar vara­for­seti Banda­ríkj­anna kom hingað hékk í því að það næðist í tíma að rétta for­sæt­is­ráðherra af sem sagðist ekki geta hitt vara­for­set­ann því hún þyrfti að lesa upp ávarp yfir skandi­nav­ísk­um verka­lýðsfor­ingj­um á ár­leg­um fundi sem aldrei reyn­ist frétt­næm­ur.“

Nú sannast enn og aftur réttmæti þess sem Davíð svaraði þegar hann var spurður hvort hann væri langrækinn. Hann sagði svo ekki vera. En sagðist hins vegar vera minnugur. Ótrúleg virðing Davíðs fyrir Repúblikönum og Clinton er ómæld.

Davíð vildi verða forseti. Fékk aðeins 13,7 prósent. Úr síðasta hlaupinu skýtur að forseta Íslands. Guðna Th. Jóhannessyni. Stórmóðgaður fyrir hönd meintra vina fyrir vestan. „Aðrir eðalfulltrúar Íslands mættu svo með lituð bönd um úlnliði til að senda vara­for­set­an­um skila­boð!“

Nú minnir Davíð óneitanlega á Bjarna formann. Sá sagði þingmann vera í „sitthvorum“ sokknum. Þeir félagarnir Davíð og Bjarni virðast hafa meira en nóg af hégóma. Kannski á það við um fleiri íslensk fyrirmenni.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: