- Advertisement -

Davíð fer gegn Áslaugu Örnu

Ríkislögreglustjóri lék afleik þegar hann þáði vinargreiða Davíðs um stórt viðtal í Mogganum.

Davíð Oddsson gefur ekki mikið fyrir ráðherrana. „Ráðherr­ar verða sí­fellt mátt­laus­ari í ráðuneyt­um „sín­um“ og koma oft­ar en áður fram sem blaðafull­trú­ar þeirra en ekki eins og þeir sem alla ábyrgð bera.“

Tilefnið er staða Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra. Davíð taldi sig gera Haraldi vinargreiða með langa viðtalinu í Mogganum. Staða hans breyttist mikið til hins verra við viðtalið. „En orð mín um spillingu hafa fengið óvænt flug og verið útfærð í þá veru að ég hafi sagt að það sé grasserandi almenn spilling innan lögreglunnar. Það hef ég aldrei sagt, hvorki í þessu viðtali né annars staðar. Þannig að þeir sem halda þessu fram ættu að lesa þetta viðtal,“ segir Haraldur í Mogganum í dag.

Davíð vill að ráðherrar ráði meiru en þeir gera í dag. Ekki síst við stöðuveitingar:

„Mannaval „kerf­is­ins“ hef­ur smám sam­an verið tekið úr hönd­um ráðherr­ans og fært að sögn til al­vit­urra excel-skjala. En þau eru í hönd­um manna af holdi og blóði rétt eins og ráðherr­ann er, en hafa ólíkt hon­um ekk­ert raun­veru­legt umboð frá fólk­inu í land­inu og bera enga ábyrgð á sín­um ákvörðunum sem þó eru sagðar end­an­leg­ar! Stjórn­mála­menn eru fjarri því að vera hvít­skúraðir engl­ar. En það er hættu­spil að kaupa þá ofsa­trú á að excel-skjöl­in séu guðleg­ir papp­ír­ar eða öllu held­ur þeir sem und­ir þau skrifa.“

Engum dylst að núverandi ólund snýr að Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra sem situr uppi með mál ríkislögreglustjóra. Sem er ekki lítið með Davíð á hliðarlínunni. Fjarri er að allt sé rétt sem Davíð segir og skrifar. Hér hittir hann naglann á höfuðið:

„En verði stjórn­mála­menn nú­tím­ans spurðir um þetta þá munu þeir leita eft­ir svör­um frá „fag­mönn­um“ og fá þau á disk eða spólu og ýta á „play“ og það verður loka­svarið af þeirra hálfu.“

Áslaug Arna verður að losa sig undan þessum „fagmönnum“.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: