Lesandinn Krisján tekur upp varnir fyrir Davíð.
Kristján Hall, sem er hvoru tveggja áskrifandi og lesandi Moggans, tekur upp varnir fyrir Davíð Oddsson, vegna greinarinnar sem Helga Vala Helgadóttir skrifaði í Moggann í gær.
Lesandinn Kristján segir: „Hún fer ófögrum orðum um ritstjórann Davíð Oddsson og þykist reka illsku hans langt aftur á síðustu öld. Samt var það þessi sami ritstjóri sem úthlutaði henni ramma á tíu daga fresti á leiðarasíðu blaðsins. Kannski lítur hún á það sem tákn mannvonsku ritstjórans gagnvart lesendum blaðsins, en það mun hún eiga við sjálfa sig. En hins vegar mætti álykta, að því er Morgunblaðið svona víðlesið að ritstjórinn er slíkur ágætismaður og á þvílíka samleið með lesendum sínum að ekki verður saman jafnað. Hitt þykist ég þó vita að illyrtir pistlar á tíu daga fresti eru ekki það sem dregur að lesendur.“