- Advertisement -

Davíð er líka í andstöðu við Sigurð Inga

Hins veg­ar er hug­mynd um að freista þess að þvinga sveit­ar­fé­lög til að leggja á há­marks­út­svar með því að draga „vannýtt“ út­svar frá fram­lög­um úr Jöfn­un­ar­sjóði.

ÚR leiðara Moggans.

Í leiðara Moggans í dag er að finna harða gagnrýni á Sigurð Inga innviðaráðherra. Sjálfstæðisflokkurinn virðist, að stórum hluta, sameinast í andstöðu við Sigurð Inga:

„Óli Björn Kára­son, formaður þing­flokks Sjálf­stæðis­flokks­ins, vakti í grein hér í blaðinu í gær at­hygli á hættu­leg­um hug­mynd­um sem er að finna í sam­ráðsgátt stjórn­valda. Þar er um að ræða skýrslu starfs­hóps um end­ur­skoðun á reglu­verki Jöfn­un­ar­sjóðs sveit­ar­fé­laga og drög að frum­varpi um breyt­ing­ar á lög­um um sjóðinn,“ segir í leiðara Moggans í dag.

Og svo þetta:

„Hug­mynd­irn­ar ganga ann­ars veg­ar út á að þvinga sveit­ar­fé­lög til sam­ein­ing­ar, en eins og Óli Björn bend­ir á geta verið gild rök fyr­ir sam­ein­ingu eða auknu sam­starfi sveit­ar­fé­laga. Af­leit­ur rekst­ur Reykja­vík­ur­borg­ar sýn­ir þó glöggt að slíkt get­ur aldrei orðið al­gild regla og þving­an­ir eiga því alls ekki við.

Hins veg­ar er hug­mynd um að freista þess að þvinga sveit­ar­fé­lög til að leggja á há­marks­út­svar með því að draga „vannýtt“ út­svar frá fram­lög­um úr Jöfn­un­ar­sjóði. Eins og Óli Björn bend­ir á er þetta í ætt við þær hug­mynd­ir að hið op­in­bera eigi í raun all­ar þær tekj­ur sem fólk afl­ar sér og allt sem það tek­ur ekki til sín með skött­um sé í raun eft­ir­gjöf tekna af hálfu hins op­in­bera.

Skatt­heimta hér á landi er þegar mjög mik­il og út­gjöld hins op­in­bera sömu­leiðis. Frá­leitt er að ríkið eigi að taka að sér að svipta sveit­ar­fé­lög­in þeirri ábyrgð í rekstr­in­um sem fylg­ir því að reyna að halda skött­um hóf­leg­um. Enn eru nokk­ur sveit­ar­fé­lög á Íslandi sem sýna þá ábyrgð að halda út­svari ekki í há­marki. Frá­leitt er að ríkið hlut­ist til um að þeim fækki.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: