Greinar

Davíð brosir bara út í annað

By Miðjan

October 15, 2019

Ekki hefur farið mikið fyrir fögnuði Sjálfstæðisflokksins yfir sigri systursflokksins í Póllandi í þingkosningum þar. Davíð leyfir sér að brosa út í annað.

Hann tileinkar systurflokknum Staksteina dagsins.

Hann byrjar á að rekja úrslitin, en segir svo:

„Eft­ir­litsaðilar er­lend­is frá segja í birtri skýrslu sinni að kosn­ing­arn­ar hafi verið „vel skipu­lagðar í aðdrag­anda at­kvæðagreiðslunn­ar og kjós­end­ur haft úr fjöl­breytt­um kost­um að velja. Jan Petersen, yf­ir­maður Lýðræðis- og mann­rétt­inda­stofn­un­ar ÖSE, bend­ir hins veg­ar á að grafið hafi verið und­an getu kjós­enda til að taka upp­lýsta ákvörðun í kjör­klef­an­um þar sem fjöl­miðlar voru ekki óhlut­dræg­ir, sér­stak­lega rík­is­fjöl­miðill­inn.

Síðasta at­huga­semd­in hlýt­ur að vekja eft­ir­tekt. Aldrei hef­ur svona setn­ing verið sögð um hlut­dræg­asta rík­is­fjöl­miðil sem menn á Íslandi höfðu heyrt um í Evr­ópu og er þá BBC talið með, en aðeins sam­an­súrraður vinstri væng­ur­inn í Bretlandi gef­ur þeirri stöð ekki fall­ein­kunn.

En spurn­ing­in sem vakn­ar er þessi: Var rík­is­fjöl­miðill­inn í Póllandi ekki nægj­an­lega iðinn við að draga taum réttra manna þar eða sleppti hann því?“

Minni má fögnuðurinn ekki vera yfir stórsigri skoðanabræðranna í Póllandi.