Ekki hefur farið mikið fyrir fögnuði Sjálfstæðisflokksins yfir sigri systursflokksins í Póllandi í þingkosningum þar. Davíð leyfir sér að brosa út í annað.
Hann tileinkar systurflokknum Staksteina dagsins.
Hann byrjar á að rekja úrslitin, en segir svo:
„Eftirlitsaðilar erlendis frá segja í birtri skýrslu sinni að kosningarnar hafi verið „vel skipulagðar í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar og kjósendur haft úr fjölbreyttum kostum að velja. Jan Petersen, yfirmaður Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, bendir hins vegar á að grafið hafi verið undan getu kjósenda til að taka upplýsta ákvörðun í kjörklefanum þar sem fjölmiðlar voru ekki óhlutdrægir, sérstaklega ríkisfjölmiðillinn.
Síðasta athugasemdin hlýtur að vekja eftirtekt. Aldrei hefur svona setning verið sögð um hlutdrægasta ríkisfjölmiðil sem menn á Íslandi höfðu heyrt um í Evrópu og er þá BBC talið með, en aðeins samansúrraður vinstri vængurinn í Bretlandi gefur þeirri stöð ekki falleinkunn.
En spurningin sem vaknar er þessi: Var ríkisfjölmiðillinn í Póllandi ekki nægjanlega iðinn við að draga taum réttra manna þar eða sleppti hann því?“
Minni má fögnuðurinn ekki vera yfir stórsigri skoðanabræðranna í Póllandi.