- Advertisement -

Davíð bombar á Bjarna og fólkið hans

Síðustu árin hef­ur virst að for­ystu­sveit­inni sé nokkuð sama um hvað samþykkt sé á lands­fund­um, því að ekk­ert þurfi með það að gera.

Enn aukast innanflokksátökin við Háaleitisbraut. Davíð Oddsson kyndir enn undir ófriðarbálið. Nema sökin sé núverandi forystu sem gerir ekkert með samþykktir landsfundar, að sögn Davíðs.

Viðbúið var að Davíð Oddsson yrði kröftugur í Reykjavíkurbréfi morgundagsins. Hann herðir tökin sem hann er með á forystu Sjálfstæðisflokksins. Bjarni, Þórdís Kolbrún og Áslaug Arna fá öll skvettur. Bjarni er aðalskotmarkið.

„Það var lengi óskráð meg­in­regla í Sjálf­stæðis­flokkn­um, sem reynd­ist vel, að hversu öfl­ug­ur sem formaður flokks­ins væri, sem þeir voru sann­ar­lega lang­flest­ir, skyldi lands­fund­ur eða flokks­ráðsfund­ur tryggja að sá sem næst­ur stæði for­mann­in­um hefði ríku­lega stjórn­mála­lega reynslu ef ör­lög eða at­vik höguðu því svo að fylla þyrfti skarðið yrðu góð tök á því,“ skrifar Davíð til að vekja athygli á lítt reyndum varaformanni sem og ritara flokksins.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Þórdís Kolbrún og Áslaug Arna eru líka skotmörk Davíðs:
„Nú þykir fínt að reynslu­lítið fólk, sem hef­ur fengið póli­tískt vægi með slíkt nesti langt um­fram það sem áður tíðkaðist, tali niður til flokks­systkina sinna og leggi lykkju á leið sína til að vísa þeim sem eldri eru út úr umræðunni með þótta sem fer öll­um illa.“

„Aðrir flokk­ar höfðu á hinn bóg­inn ýms­an hátt á slíku. Stund­um voru helstu valda­menn þeirra flokka ekki í leiðtog­ar­ullu, held­ur t.d. ung­ur og ágæt­ur flokks­bróðir eða -syst­ir sem sat þar með tákn­ræn­um hætti og fór að auki vel á mynd, þótt op­in­bert leynd­ar­mál væri að aðrir færu með flokks­um­boðið og völd­in sem því fylgdu. Þetta var t.d. þekkt bæði hjá Alþýðubanda­lagi og Alþýðuflokki og reynd­ar fleir­um,“ skrifar formaðurinn fyrrverandi.

Svo tekur fortíðarþráin yfir lyklaborðið í Hádegismóum:

„Hjá Sjálf­stæðis­flokki horfðu menn ör­ugg­ir á Jón Þor­láks­son og við hlið hans Magnús Guðmunds­son og Ólaf­ur Thors, sem varð svo næst­ur hon­um. Heilsa Jóns bilaði og Ólaf­ur hélt um flokks­stýrið lengi með þeim glæsi­brag að gneist­ar frá í minn­ing­unni. Ein­stæðir for­ystu­hæfi­leik­ar, leiftrandi glaðbeitt­ur bar­áttu­vilji, bít­andi gam­an­semi, sem Ólafi lánaðist oft­ast að stilla í hóf, svo að ekki sveið leng­ur und­an en þurfti.“

Síðar, í langri umfjöllun Davíðs, sendir hann fösty skot að Bjarna núverandi formanni:

„Þá og all­lengi síðar tóku menn lands­fund­ar­samþykkt­ir mjög al­var­lega vegna þess að þeir tóku sjálfa sig og flokk­inn sinn mjög al­var­lega. Þeir hefðu ekki verið í þessu nema vegna þess að bar­átt­an knúði þá áfram og bar­átt­an skipti öllu.

Allt fram und­ir lokatíð bréf­rit­ara á þeim vett­vangi fór formaður flokks­ins með upp­köst lands­fund­ar­samþykkta heim með sér á kvöld­in á meðan á lands­fundi stóð og teldi hann að eitt­hvað mætti bet­ur fara eða eitt­hvað ylli mis­skiln­ingi var strax rætt við flutn­ings­menn og lausn fund­in.

Elstu menn sögðu að þannig hefði ætíð verið haldið á mál­um. Bréf­rit­ara þótti ekki ástæða til að breyta því.

Síðustu árin hef­ur virst að for­ystu­sveit­inni sé nokkuð sama um hvað samþykkt sé á lands­fund­um, því að ekk­ert þurfi með það að gera.

Síðustu árin hef­ur virst að for­ystu­sveit­inni sé nokkuð sama um hvað samþykkt sé á lands­fund­um, því að ekk­ert þurfi með það að gera.

Og eins og sést glitta í núna hika menn ekki í sín­um er­ind­rekstri að út­skýra fengn­ar niður­stöður fólks­ins burt með út­úr­snún­ing­um, sem eru ögr­un við skyn­semi lands­fund­ar­full­trúa.

Nú þykir fínt að reynslu­lítið fólk, sem hef­ur fengið póli­tískt vægi með slíkt nesti langt um­fram það sem áður tíðkaðist, tali niður til flokks­systkina sinna og leggi lykkju á leið sína til að vísa þeim sem eldri eru út úr umræðunni með þótta sem fer öll­um illa.

Það kann ekki góðri lukku að stýra. Enn er eldra fólk í hópi góðra stuðnings­manna þessa flokks. Sé það virki­lega svo, eins og þess­ir nefndu text­ar og hort­ug­heit bera með sér, að haft sé horn í síðu þessa fólks er rétt að nýgræðing­arn­ir frá­biðji sér upp­hátt at­kvæði þess til flokks­ins með af­ger­andi hætti.

Eins og stemn­ing­in er núna er lík­legt að slíkri beiðni verði bet­ur tekið en hefði verið endra­nær.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: