Davíð beinir fallbyssunni að Bjarna
Davíð Oddsson, sem er einsog allir vita, sá maður sem mestu hefur ráðið innan Sjálfstæðisflokksin í áratugi, tekur í Reykjavíkurbréfi morgundagsins, eigin flokk og foruystu hans á beinið. Kveikjan er fundur sem haldinn var í Valhöll. Davíð segir að húsfyllir hafi verið.
„Þó var fundarefnið og yfirskrift þess ólíklegt til að „trekkja,“ og það jafnvel þótt árstíminn hefði verið upplagðari fyrir pólitík: „Væntanleg innleiðing þriðja orkumálapakka Evrópusambandsins inn í EES samninginn.“ Þannig skrifar leiðtoginn gamli.
Honum er ekki hlátur í huga.
„Þótt það hafi aldrei verið viðurkennt upphátt gengur undarlegur og ógeðfelldur hringlandi um stjórnarskrá landsins augljóslega út á það meginatriði að gera þeim flokkum sem amast mest við íslensku fullveldi auðveldara að koma því fyrir kattarnef.“
[caption id="attachment_16787" align="alignleft" width="469"] Sveinn Abdri Sveinsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gerir gys að því hversu einlitir fundarmenn voru.[/caption]Það er ekkert annað. Að mati Davíðs er fólk meðal okkar sem vill koma íslensku fullveldi fyrir kattarnef. Er þetta ekki of sagt, og hvað þá með flokk Davíðs, Sjálfstæðisflokkinn?
„Engin skýring hefur hins vegar verið gefin á því af hverju hver ríkisstjórnin af annarri, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn leggur til drjúgan stuðning, þótt hann sé enn fjarri því að hafa náð vopnum sínum, birtist í sífellu með þennan ógeðfellda laumufarþega innanborðs. Þessi kynlegi kækur gerir landsmönnum erfiðara en ella að gleyma gönuhlaupi flokksins þegar hann birtist óvænt og skýringalaust sem björgunarhringur Jóhönnu og Steingríms í Icesave. Stór hluti þáverandi kjósenda flokksins hefur ekki enn fyrirgefið þetta og þeim sem öðrum bregður jafnan þegar glittir í tilþrif af því tagi. Flokkurinn gat aldrei útskýrt málatilbúnað sinn, ekki fremur en hitt að hann reyndist ófær um að afturkalla aðildarumsókn að ESB, sem þarf aðeins einfalda þingsályktun til. Slík tillaga var lögð fram og eftir það var fullkomlega óhjákvæmilegt að afgreiða hana. Það var ekki gert þótt heilt þing væri til þess. Aldrei hefur verið upplýst hvers vegna flokkurinn hefur staðið að því í fjórum ríkisstjórnum í röð að gera atlögu að lýðveldisstjórnarskránni og það jafnvel eftir að flokksbrotið sem var áhugasamt um það var horfið úr flokknum.“
[caption id="attachment_11407" align="alignright" width="438"] Davíð: „Fréttir af „formannafundi í Þingvallabæ“ báru allar með sér að tilgangurinn var ekki annar en sá að læðast aftan að íslensku fullveldi. Og nú virðist þessi orkupakki orðinn að bögglingi Sjálfstæðisflokksins!“[/caption]Flokksformenn á landráðafundi á Þingvöllum?
Það er ekkert annað. Ætli Bjarni svelgist ekki á þegar hann les dóm gamla leiðtogans um frammistöðu núverandi forystu flokks, sem er; …“enn fjarri því að hafa náð vopnum sínum…“ Bjarni getur huggað sig við hugrenningar um hvernig flokkurinn missti þessi sömu vopn. Gerðist það ekki í framhaldi af pólitík þessa sama Davíðs?
Jæja, Davíð kíkir aðeins út úr Valhöll, og það til sjálfra Þingvalla:
„Fréttir af „formannafundi í Þingvallabæ“ báru allar með sér að tilgangurinn var ekki annar en sá að læðast aftan að íslensku fullveldi. Og nú virðist þessi orkupakki orðinn að bögglingi Sjálfstæðisflokksins!“
Ýtir við nýjum varaformanni
Úps. Enn eykst ábyrgð núverandi forystu flokksins þeirra. Sat formaður flokksins á launráði með formönnum annarra flokka í þeim tilgangi að; „…læðast aftan að íslensku fullveldi.“
Hér er alvara á ferðum, og það mikil. Ja, vont er ef satt er.
[caption id="attachment_9322" align="alignleft" width="154"] Varaformaðurinn fær púðurskot, svokallað aðvörunarskot.[/caption]Aftur til Valhallar í fygd Davíðs: „Landsfundur hefur þegar afgreitt málið með þunga. Það var m.a. gert á sama fundi og núverandi iðnaðarráðherra var kjörinn varaformaður,“ skrifar hann um orkupakkann.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nú varaformaður flokksins, fær skot frá Davíð: „Þess vegna er erfitt að horfa upp á þann ráðherra láta rugla sig í ríminu. Rökin sem helst eru nefnd eru ekki beysin. „Það myndi eitthvað mjög alvarlegt koma fyrir ef við hlýðum ekki skrifstofumönnum í Brussel, eins og við gerum alltaf.““
Davíð þekkir tóninn: „Þetta var reyndar inntakið í gerningaveðri áróðursins vegna Icesave.“
„Og því er gjarnan bætt við að Brusselvaldið gæti tekið upp á að refsa okkur ef við hlýddum ekki fyrirmælum þess, segir leiðtoginn í Hádegismóum.
Vaxbrúður samtímans
Gömlu fólki þykir allt hafa verið betur gert í gömlu daga. Það á aldeilis við um Davíð:
[caption id="attachment_16791" align="alignright" width="374"] „Það er gleðiefni fyrir þjóðina að útfærsla íslenskrar landhelgi er ekki í höndunum á stjórnmálamönnum samtímans. Þá væri línan enn bundin við þrjár mílur,“ er mat Davíðs.[/caption]„Það er gleðiefni fyrir þjóðina að útfærsla íslenskrar landhelgi er ekki í höndunum á stjórnmálamönnum samtímans. Þá væri línan enn bundin við þrjár mílur. Því eins og menn muna voru þeir í Evrópu heilmikið á móti því í hvert eitt sinn og höfðu í hótunum og fylgdu þeim eftir. Allur er þessi aumingjadómur með miklum ólíkindum. ESB gæti vissulega samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið gripið til „sambærilegra mótvægisákvarðana“ ef Ísland hefði ekki lögtekið eitthvað í sínar bækur sem því bæri að gera og hefði ekki málefnalegar ástæður til að hafna.“
Og hann heldur áfram.
„Þeir stjórnmálamenn sem eru eins og vaxbrúður í höndum þeirra embættismanna sem fyrir löngu hafa gengið í ESB og kæra sig kollótta um afstöðu þjóðarinnar eru þess vegna að leita leiða til að laska stjórnarskrána fremur en að standa vörð um hana. En það er ekki útilokað að einhvern tíma snúist dæmið við og stjórnmálamenn fáist til verka sem líta ekki á sig sem óbreytta handlangara „undirmanna sinna“,“ bæir hann við. Falleinkunnir verða ekki skýrari.
[caption id="attachment_16794" align="alignleft" width="344"] Og að lokum högg, fyrir ofan eða neðan beltisstað: „Erfitt er að ímynda sér að þingmenn Sjálfstæðisflokksins muni standa að þessu máli, að minnsta kosti ekki þeir fáu sem hlupust ekki undan merkjum í Icesave.“[/caption]Fullkominn trúnaðarbrestur
Davíð hefur ekki lokið sér af, alls ekki: „Það er því miður orðið algjörlega ljóst að hliðverðir af Íslands hálfu hafa á umliðnum árum brugðist. Og þeir hafa einnig brugðist hinum pólitísku yfirboðurum sínum sem hina formlegu ábyrgð bera. Það tók tíma að átta sig á því að fullkominn trúnaðarbrestur hefði orðið á milli embættismannanna sem treyst var fyrir verkinu og þings og þjóðar. Í ljós hefur komið að þeir fyrrnefndu líta svo á að verkefni þeirra sé eingöngu að hotta á „heimamenn“ um að afgreiða pakkana sem búrókratarnir í Brussel afhenda þeim fullskapaða og að hneykslast á því að innleiðingarferlið heima gangi of hægt. Varla dettur nokkrum manni í hug að þeir sem hafa staðið með svo óboðlegum hætti að málum séu færir um að leggja mat á framvinduna fram að þessu.“
Og að lokum skot úr ótæmandi vopnabúri þeirra eldri:
„Erfitt er að ímynda sér að þingmenn Sjálfstæðisflokksins muni standa að þessu máli, að minnsta kosti ekki þeir fáu sem hlupust ekki undan merkjum í Icesave.“
Afritaðu og límdu þessa vefslóð í WordPress vefinn þinn til þess að fella inn
Afritaðu og límdu þennan kóða yfir í vefinn þinn til þess að fella inn