- Advertisement -

Davíð bálreiður fyrir Bjarna hönd

Davíð heggur víða í leiðara dagsins. Ýkt viðbrögð Bjarna Benediktssonar, á Alþingi í gær, er tilefnið reiðikastsins í Hádegismóum. Davíð kýs að bera hönd fyrir höfuð Bjarna.

Davíð: „Sá var radd­sterk­ur og kraft­mik­ill en ekki á lengd­ina.“

Davíð byrjar í Englandi:

„Lit­rík­ur for­seti Neðri deild­ar breska þings­ins er loks hætt­ur og var það ekki von­um fyrr. Sá var radd­sterk­ur og kraft­mik­ill en ekki á lengd­ina. En þrátt fyr­ir mik­il tilþrif var það of áber­andi að þing­for­set­inn taldi að hinn aldagamli þingsal­ur og funda­haldið þar sner­ist ein­göngu um hann.“ Ekki liggur fyrir hvor er meiri á lengdina, Davíð eða breski þingforsetinn fyrrverandi. Hæð manna á að vera og er aukaatriði. Aðeins síðar í þessum dæmalausa leiðara stendur:

Þú gætir haft áhuga á þessum
Hann er sér­stök blaðsíða, segir Davíð um Ágúst Ólaf.

„En eins og fyrr sagði hafði þessi mis­vitri þing­for­seti sumt með sér. Hann lét þing­menn í sín­um sal, hátt á sjö­unda hundrað ef all­ir mæta, ekki kom­ast upp með rugl og fleip­ur.

Þannig hefði hann ör­ugg­lega ekki látið þing­inu hald­ast uppi að niður­lægja sjálft sig eins og gert var síðast í gær á Alþingi. Þá héldu nokkr­ir þing­menn uppi und­ar­legri til­raun til aðfar­ar að fjár­málaráðherr­an­um með svig­ur­mæl­um um lög­brot án þess að nokk­ur leið væri að botna í hvað óvit­arn­ir voru að fara. Það er auðvitað ekki hægt að gera mál úr Ágústi Ágústs­syni þing­manni. Hann er sér­stök blaðsíða. Án þess að hans fer­ill hafi verið kannaður sér­stak­lega mætti auðveld­lega ætla að hann hefði átt erfiða æsku. Það kæmi því ekki á óvart ef upp­lýst væri að hann hefði ung­ur þurft að fikra sig út úr ljós­litlu bragga­hverf­inu í átt að skól­an­um og þegar hann nálgaðist í göt­ótt­um sokk­um í gúmmí­skón­um, gerðum úr dekkja­af­göng­um frá hern­um, hefðu ol­íu­greidd­ir kvóta­dreng­ir, puntaðir úr P. og Ó. veist að hon­um með of­læti.“

Hér er tilefni til að stoppa aðeins. Hér lætur Davíð öllum illum látum og reynir að litillækka Ágúst Ólaf Ágústsson þingmann Samfylkingarinnar. Einnig foreldra hans. Ósmekklegt með eindæmum.

Skoðum hinna bálreiða Davíð lengur:

„Það gæti hæg­lega verið ástæðan fyr­ir því að komi mál upp sem tengj­ast þorsk­um eða þilför­um, þótt fjar­lægt sé, eins og uppistand neðan úr Namib­íu, ýti það svo illa við beisk­um minn­ing­um sult­ar­ár­anna að ekki verði við ráðið.

Ef ekki inn að beini þá ör­ugg­lega lang­leiðina inn að vesk­inu hans.

Þeir sem fylgd­ust með þing­inu fyr­ir alllöngu muna þegar að jafnaði stillt­ur maður, senni­lega með áþekku nafni um­turnaðist í ræðustól yfir órétt­læti kvót­ans og þeirri ós­vinnu að ekki hefði verið ákveðið að sporður yrði send­ur inn um hverja lúgu og fyrr mætti eng­inn fá sporð núm­er tvö. Skammaði ridd­ari rétt­læt­is­ins þessa 62 kvóta­eig­end­ur í saln­um eins og hunda fyr­ir græðgi þeirra og skiln­ings­leysi sem hann væri einn um að andæfa.

Það fór ekki á milli mála að órétt­lætið sveið þessa viðkvæmu sál sam­fylk­ing­ar­manns­ins sár­lega. Ef ekki inn að beini þá ör­ugg­lega lang­leiðina inn að vesk­inu hans. Það var aldrei fundið að óskilj­an­leg­um stór­yrðum þáver­andi enda töldu menn að hann hefði sjálfsagt ekki verið minna fórn­ar­lamb mis­skipt­ing­ar og einelt­is vegna ævi­langr­ar fá­tækt­ar en sá sem síðar fetaði á gatslitn­um gúmmí­skón­um í spor­in hans. Kannski væri hægt að ná þess­um tveim­ur þjökuðu sál­um sam­an til skiln­ings­ríkra sér­fræðinga sem gætu þrætt sig í gegn­um þetta böl fá­tækt­ar og órétt­læt­is sem þjak­ar þá alla tíð.

En þrátt fyr­ir þessa ógn­ar­fá­tækt tveggja kyn­slóða jafnaðarmanna, þá hefði þing­for­set­inn frek­ar átt að ná í áfalla­hjálp handa Ágústi og senda áfalla­hjálp 20 ár aft­ur í tím­ann handa hinum, þar sem hann hím­ir kannski und­ir skektu á hvolfi úti í Örfiris­ey eða öðru hreysi ekki fjarri.“

Þarna er Ágúst Einarsson faðir Ágústs Ólafs dreginn inn í vonskukastið mikla.

Oddný fær sinn skerf úr Hádegismóum.

Oddný Harðardóttir fær létt bank frá forsætisráðherranum fyrrverandi í Hádegismóum: „Þetta var al­menn­ur og rétt­ur fróðleik­ur hjá ráðherr­an­um sem hef­ur legið fyr­ir ára­tug­um sam­an. Þing­menn sem eitt­hvað þekkja til hljóta að vita það. Þing­mönn­um sem ekk­ert þekkja til verður hins veg­ar ekki bjargað nú frem­ur en áður. Það var að vísu skrítið að einn þingmaður Sam­fylk­ing­ar, þrút­inn af reiði, sem hafði verið fjár­málaráðherra í ein­hverja mánuði í rík­is­stjórn Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur og verðskuld­ar því alla samúð, skyldi vera úti að aka í þess­um efn­um.“

Segir Samherjamálið sett upp á fjölum RÚV

„En að þess­um erfiðu ör­lög­um sleppt­um var uppþotið í þing­inu í gær ekki að til­efn­is­lausu, eins og það er þó að jafnaði. Því var spólað upp í óskilj­an­legt rugl eft­ir að fjár­málaráðherra hafði bent á að nokk­urra daga göm­ul upp­setn­ing á „RÚV“-fjöl­un­um leiddi ekki af sér sjálf­krafa fjár­vönt­un, frek­ar en önn­ur mál sem spryttu upp. Eins og all­ir ættu að vita væri tölu­vert svig­rúm fyr­ir hendi í víðtæk­um rík­is­rekstri og að auki úrræði til að bregðast við sér­stak­lega ef þyrfti.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: