- Advertisement -

Dauðir leiðtogar eða lifandi

Samfélag Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, lektor við Háskóla Íslands skrifaði skemmtilega færslu á Facebook fyrr í dag. Lék mér aðeins með færsluna og bætti spurningum inn í.

„Nokkur umræða hefur verið um leiðtoga upp á síðkastið. MMR birti nýverið könnun um afstöðu almennings til leiðtogafærni, persónuleika, persónutöfra og heiðarleika stjórnmálamanna. Ég hef kennt og verið með námskeið um leiðtoga í nær 20 ár. Því er stundum haldið fram að það sé skortur á leiðtogum, nokkurs konar leiðtogakreppa ekki bara hér á landi heldur í heiminum. Leiðtogajafnan er sáraeinföld, L=F+A, leiðtogi er samasem fylgjendur plús aðstæður. Ef annað breytist þá er fljótt að fjara undan leiðtoganum. Ég hef skilgreint leiðtoga þannig að leiðtogi er sá sem hefur skýra framtíðarsýn sem hefur skírskotun í einfalda hugmyndafræði sem fylgjendur skilja og eiga auðvelt með að fylgja eftir og samsama sig við. Hann talar einfalt tungumál, notar einfaldar myndlíkingar og forðast að nota tæknilega og flókin orð.“

En fæðist fólk ekki bara með leiðtogahæfileika eða ekki?

„Leiðtogahæfni er ekki meðfætt og leiðtogar ná bestum árangri ef þeir aðlaga hegðun sína að fylgjendum og umhverfi sínu. Í bók sem ég kenndi lengi um leiðtoga eftir Peter Northouse, Leadership: Theory and Practice er fjallað um allsherjargreiningu á einkennum leiðtoga og sagt að það séu fimm megineinkenni sem leiðtogar búa yfir þ.e. greind, sjálfstraust, staðfesta, heiðarleiki og félagsleg færni. Svo geta menn mátað þetta við einstaka aðila s.s. stjórnmálamenn. Á námskeiðum sem ég hef haldið um leiðtoga hef ég oft beðið þátttakendur um að nefna leiðtoga á hinum ýmsum sviðum þjóðlífsins. Í seinni tíð er ansi oft fátt um svör, og stundum fæ ég spurninguna „Má hann vera dáinn?“.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Er munur á kynslóðunum?

„Svo spila umræðurnar um kynslóðirnar þarna inn í. En ég hef líka haldi marga fyrirlestra um samskipti ólíkra kynslóða. Kynslóðin sem nú á að ráða ríkjum, X-kynslóðin fædd á sjötta og sjöunda áratgugnum hefur stundum verið kölluð týnda kynslóðin vegna þess að hún er sögð vera undir hælnum á Uppgangskynslóðinni (Babyboomers) sem í raun öllu ræður. Á meðan uppgangskynslóðin var upptekin við að spila Bridds eða leika skák, rýna í stöðuna, sjá leiki fram í tímann, hanna strategíu og sjá hvað andstæðingurinn gæti hugsanlega gert þá er X-kynslóðin á kafi í golfi, upptekinn við að ná forgjöfinni niður og hugsa hvað það er langt í næsta bjórstopp:-)“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: