- Advertisement -

Dauðinn var óumflýgjanlegur

Leiðari Enn gráta Mogginn og Bjarni Ben steindauða ríkisstjórn Bjarna. Ríkisstjórn sem sló öll met í óvinsældum og vantrausti frá kjósendum. Þó ekki sé minnst að samstöðuleysi innan þingflokks Sjálfstæðisflokks. Þar hafði ríkisstjórnin ekki stuðning við eigið fjárlagafrumvarp.

Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar var veik frá fyrsta degi og hægt og bítandi veiktist hún og var svo komið að siðferðisvitund ráðherra Sjáflstæðisflokksins, og hið minnsta einstakra þingmanna, var allt önnur og órafjarri því sem bakland Bjartrar framtíðar gat sæst á. Ætli ámóta bakland Sjálfstæðisflokksins nefnist ekki miðstjórn.

Davíð Oddsson grípur til viðtals Viðskiptablaðsins við Bjarna, þegar hann skrifar leiðara dagsins.

„…held­ur sýn­ist mér gras­rót­in hafa tekið yfir og samþykkt, án nokk­urr­ar viðleitni til að setj­ast yfir hlut­ina og ræða mál­in, að slíta stjórn­ar­sam­starf­inu. Þetta er ein­hver furðuleg blanda af reynslu­leysi og ábyrgðarleysi, en ég hafði ekki haft á til­finn­ing­unni að þau væru að leita að út­göngu­leið,“ seg­ir Bjarni.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Bæði Bjarni og Mogginn gleyma, og það eflaust viljandi, að það var ekkert líf í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Dauðinn var óumflýgjanlegur. Ákvörðun Bjartrar framtíðar flýtti augljósum dauða óvinsælustu ríkisstjórnar íslandssögunnar. Annað ekki.

Sigurjón M. Egilsson.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: