Fréttir

Dauðagildrur í Reykjavík

By Miðjan

June 21, 2020

„Víða í borginni er umferðaröryggi ábótavant og aðstæður hættulegar. Strætisvagnar stoppa á miðri götu til að hleypa farþegum í og úr og dæmi eru um að strætisvagnar stoppa á miðju hringtorgi. Nýlega var grjóti sturtað á miðjan Eiðsgranda sem getur skapað stórhættu. Í borginni eiga ekki að vera neinar dauðagildrur.“

Þetta sagði Kolbrún Baldursdóttir Flokk fólksins á nýjasta fundi borgarstjórnar.

„Fjölgun þeirra sem fer um hjólandi má fagna en meira þarf að gera til að hvetja þá sem fara um á bílum að fjárfesta í rafmagns eða metan bílum, gefið að öllu metani sé þ.e. ekki sóað. Í nýjum vistvænum bílum eru öflugir varúðarskynjarar sem geta dregið úr slysahættu. Ljósamálin eru enn í ólestri. Á 100 stöðum í borginni eru úrelt ljós. Sömuleiðis ætti að byggja göngubrýr alls staðar þar sem það er hægt. Flest slysin verða þegar götur eru þveraðar og þá lang oftast þegar hjólreiðamenn hjóla yfir götu/gangbraut. Segir í skýrslunni að taka þarf tillit til sérþarfa, s.s. þeirra sem glíma við líkamlega fötlun. Nú reynir meirihlutinn að fá lagaheimildinni breytt til að hindra að handhafar stæðiskorta geti ekið göngugötur. Þeim er þess í stað ætlað að leggja í hliðargötum þar sem þeirra er víða hætta búin vegna halla og þrengsla.“