- Advertisement -

Dauðadæmd fyrirtæki og ekki

Hvert er planið?

„Hvernig geta ferðaþjónustufyrirtæki metið hvort það sé líklegt að þau verði rekstrarhæf þegar faraldurinn er genginn yfir? Hvernig ætlar hæstvirtur ráðherra að gera það til að geta þá afgreitt stuðningslánin? Ég átta mig engan veginn á þessari stöðu,,“ sagði Oddný Harðardóttir fyrrverandi fjármálaráðherra og beindi orðum sínum til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra.

„Þetta er auðvitað vandasamt að útfæra í lögum, fylgja eftir og hafa eftirlit með, en ég held engu að síður að það sé gríðarlega mikilvægt að við sammælumst um að við grípum ekki til aðgerða sem fyrirtæki njóta góðs af sem hafa hvort eð er engan rekstrargrundvöll þegar aðstæður hafa lagast,“ sagði Bjarni í umræðunni.

„Hvert er planið? Er búið að gera einhverjar áætlanir um það hvernig atvinnulíf muni þróast hér eftir Covid-19? Gerir hæstvirtur ráðherra ráð fyrir því að þegar faraldurinn hefur gengið yfir verði bara allt eins og ekkert hefði í skorist og öll ferðaþjónustan fari algjörlega á fullan skrið? Hvernig í ósköpunum á að leysa þetta vandamál?“

„Ég held að við hljótum að vera sammála um að þetta getur verið erfitt mat. Þetta eru engu að síður rétt skilaboð til þeirra sem ætla að sækjast eftir láni. Við erum ekki að reyna að teygja okkur til þeirra sem hafa upplýsingar um atriði sem valda því að þeir eigi sér enga framtíð. Segjum t.d. að ef allt hangir á því að menn hafi ætlað að skrá eitthvert einkaleyfi eða eitthvað slíkt en hafi nýlega fengið erindi um að einkaleyfi fáist ekki skráð, þá hafa menn upplýsingar um stöðuna í rekstri sínum sem varða mikilvæg atriði í framtíðinni. Ég nefni þetta af handahófi sem eitthvert skólabókardæmi um tilvik sem gæti átt við,,“ sagði Bjarni.

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: