Dapurt að hlusta á Birgittu
Gunnar Smári skrifar:
Ég verð dapur af því að hlusta á Birgittu. Er það virkilega svo að hennar framlag til samfélagsins sé ekki meira metið en svo að enginn þykist þurfa á starfskröftum hennar að halda? Ég ætla ekki að nefna þær kveðjur sem forysta Pírata sendu henni á sínum tíma, en er það virkilega svo að þau sem hafa barist fyrir bættu samfélagi séu máluð sem umdeildar manneskjur (lesist: eitthvað sem Sjálfstæðisflokknum stendur ógn af) og séu í kjölfarið nánast í felum, eins það hafi gert eitthvað af sér? Með því að stíga á tær valdsins. Þetta er ljóta samfélagið.