- Advertisement -

Dapurlegt að vel stæð fyrirtæki nýti sér hlutastarfaleiðina

Hermann Guðmundsson.

Hermann Guðmundsson forstjóri skrifaði:

Ég hef verið að velta fyrir mér fyrir þessum efnahagsmálum okkar í miðjum vírusstorminum.

Þær aðgerðir sem búið er að kynna eru allar til bóta og munu bjarga bæði störfum og fyrirtækjum til skemmri tíma.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Mín ákvörðun var sú að gera það ekki og axla frekar ábyrgðina.

Sjálfum finnst mér pínu dapurlegt að mörg fyrirtæki sem standa ágætlega ætla að nýta sér hlutastarfaleiðina til að spara sér pening í apríl, sá mánuður er almennt frekar slappur mánuður í flestum greinum öðrum en súkkulaðisölu.

Mitt félag hefði auðveldlega getað nýtt sér leiðina og sparað sér nokkrar milljónir, mín ákvörðun var sú að gera það ekki og axla frekar ábyrgðina.

Útgjöld vegna þessa þáttar eru úr ríkissjóði og verða ekki endurgreidd nema þá með tryggingargjaldi frá öðrum atvinnurekendum.

Allar þær aðgerðir sem búið er að efna til eru í mínum huga varnaraðgerðir en ýta ekki undir þann hluta atvinnulífsins sem getur áfram haldið hjólunum gangandi.

Ef ég væri spurður álits þá hefði ég mælt með því að Ríkissjóður tæki vsk gjalddagann 5. apríl og færði hann vaxtalausan fram um 13 mánuði, sama væri gert með næsta tollkrítar tímabil. Áhrifin af slíkum aðgerðum væri sú að ALLT atvinnulífið myndi fá í hendur aukið rekstrarfé vaxtalaust sem gæti þá nýst hagkerfinu í heild.

Slíkir fjármunir gætu orðið uppspretta fjárfestinga hjá fyrirtækjum, þau gætu endurnýjað húsbúnað, tölvur bifreiðar og húsakynni fyrir þetta vaxtalaust lán. Það myndi skapa og bjarga störfum, örva allt hagkerfið og flýta mjög fyrir þeim bata sem við þurfum svo mjög á að halda.

Spilum ekki bara vörn heldur hefjum sóknina strax, það verður ódýrara þegar upp er staðið.

Greinin birtist fyrst á Facebooksíðu Hermanns.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: