Það stefnir í vinstri-miðjustjórn í Danmörku í vor.
Fréttaskýring eftir Gunnar Smára:
Það er helst að frétta frá Danmörku þar sem kosið verður í vor eða snemmsumars að Danski þjóðarflokkurinn er að tapa fylgi samkvæmt könnunum en vinstri flokkarnir allir að vinna á. Hér er nýjasta könnunin (innan sviga breytingar frá kosningum):
- Sósíaldemókratarnir: 28,9% (+2,6)
- Enhedslisten: 9,3% (+1,5)
- Radikale Venstre: 6,8%(+2,2)
- Sósíalíski þjóðarflokkurinn: 6,2% (+2,0)
- Græningjar: 3,1% (–1,7)
- Rauða blokkin samtals: 54,3% (+6,6)
- Venstre: 19,0% (–0,5)
- Danski þjóðarflokkurinn: 15,0% (–6,2)
- Íhaldsflokkurinn: 4,3% (+0,9)
- Liberal Alliance: 4,1% (–3,4)
- Nye Borgerlige: 2,0% (+2,0)
- Kristilegir demókratar: 0,9% (+0,1)
- Klaus Riskær Pedersen: 0,1% (+0,1)
- Bláa blokkin samtals: 45,4% (–7,0)
Auk þjóðarflokksins eru Liberal Alliance, einskonar Viðreisn/Björt framtíð að tapa fylgi og Græningjar eru eini flokkur rauðu blokkarinnar sem tapar fylgi. Aðrar breytingar eru vart mælanlegar. Það stefnir í vinstri-miðjustjórn í Danmörku í vor, undir forystu sósíaldemókrata sem eru á hraðleið til hægri.