- Advertisement -

Dánartíðni af Covid er ofmetin

Það er líka mik­il­vægt að stjórn­mála­menn taki ákv­arðanir sín­ar byggðar á nýj­ustu og bestu upp­lýs­ing­um.

„Ég tel að nýj­ustu gögn bendi til að dán­artíðni Covid hafi verið of­met­in, en við erum nú að ganga í gegn­um eitt mesta efna­hags­áfall sög­unn­ar og því afar mik­il­vægt að hlúa að innviðum, and­legri heilsu og lág­marka skaðann fyr­ir sem flesta,“ skrifar Jón Ívar Einarsson prófessor við læknadeild Harvard-háskóla, í Moggann í dag.

Grein Jóns Ívar ágætlega yfirgripsmikil. Þar segir: „Vissu­lega eru af­leidd­ir kvill­ar Covid líka mik­il­væg­ir og þarf að rann­saka það bet­ur. Það er hins veg­ar ekki heilla­væn­legt að keyra á hræðslu­áróðri til lengd­ar því fólk á Íslandi er skyn­samt og vel upp­lýst og ef gögn styðja ekki skila­boðin þá fjar­ar smám sam­an und­an sam­stöðunni. Það er líka mik­il­vægt að stjórn­mála­menn taki ákv­arðanir sín­ar byggðar á nýj­ustu og bestu upp­lýs­ing­um.“

Jón Ívar segir einnig: „Hins veg­ar þykja mér aðgerðir á landamærum ekki í sam­ræmi við þá stöðu sem við erum í nú og utan meðal­hófs. Það gæti því miður verið of seint að breyta um stefnu þar því skaðinn er e.t.v. að mestu skeður, en þó skora ég á stjórn­völd að end­ur­meta þær ákv­arðanir. Ég tek það skýrt fram að ég er ekki að tala fyr­ir því að opna landa­mær­in upp á gátt, held­ur að halda áfram með tvö­falda skimun í bili og taka upp heim­komu­smit­gát í stað sótt­kví­ar.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: