- Advertisement -

Dagurinn hennar Svandísar, kafli 2

„Það er eng­in glóra í þeirri sviðsmynd sem birt­ist okk­ur í umræðunni um liðskiptaaðgerðir.“ „Þetta er frá­leit ráðstöf­un fjár­magns og svar ráðherr­ans að ekki sé gert ráð fyr­ir fjár­mun­um til að fram­kvæma aðgerðirn­ar hér heima er al­ger­lega út í hött.“

Þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa fengið nóg, að virðist, af stjórn Svandísar Svavarsdóttur, Það eru þau Jón Gunn­ars­son, Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur og Brynj­ar Ní­els­son, sem samam skrifa grein í Mogga dagsins.

Þar er þetta að finna: „Okk­ur virðist sem stefna nú­ver­andi heil­brigðisráðherra sé að auka starf­semi op­in­berr­ar heil­brigðisþjón­ustu og á sama tíma draga úr fram­lagi sjálf­stætt starf­andi sér­fræðinga og heil­brigðis­stofn­ana. Það er að okk­ar mati röng stefna og nauðsyn­legt er, áður en stór skref verða stig­in, að fyr­ir liggi lang­tíma­áætl­un í heil­brigðismál­um okk­ar. Eng­um dytti t.a.m. í hug að fjölga starfs­mönn­um hjá Vega­gerðinni þegar aukn­ar fram­kvæmd­ir eru fram und­an. Þá er far­in sú leið að bjóða út fleiri og stærri verk til sjálf­stætt starf­andi verk­taka­fyr­ir­tækja.“

Það þarf að bregðast við vand­an­um sem við okk­ur blas­ir í dag og grípa til úrræða sem vinna á biðlist­um. Okk­ar skoðun er sú að það eigi að gera með því að bjóða út verk­efni sem sjálf­stætt starf­andi fyr­ir­tæki á heil­brigðis­sviði og starfs­fólk þeirra geta leyst. Í þessu sam­bandi má nefna liðskiptaaðgerðir, vist­un heila­bilaðra og dag­vistar­úr­ræði fyr­ir eldri borg­ara og sjúk­linga. Við höf­um reynslu af aðgerð sem þess­ari þegar augn­steinaaðgerðir voru boðnar út fyr­ir nokkr­um árum. Verk­efnið tókst mjög vel, biðlisti hvarf á skömm­um tíma og verðið fyr­ir aðgerðirn­ar var mjög hag­kvæmt.

Það er á okk­ar ábyrgð að fá sem besta nýt­ingu á því fjár­magni sem til ráðstöf­un­ar er hverju sinni. Það er eng­in glóra í þeirri sviðsmynd sem birt­ist okk­ur í umræðunni um liðskiptaaðgerðir. Sjúk­ling­ar eru send­ir til út­landa á sama tíma og hægt er að fram­kvæma allt að tvær til þrjár aðgerðir fyr­ir verð einn­ar hjá sjálf­stætt starf­andi heil­brigðis­fyr­ir­tækj­um hér heima. Þetta er frá­leit ráðstöf­un fjár­magns og svar ráðherr­ans að ekki sé gert ráð fyr­ir fjár­mun­um til að fram­kvæma aðgerðirn­ar hér heima er al­ger­lega út í hött. Sam­hliða útboðsleið eins og þeirri sem við töl­um fyr­ir væri eðli­legt að op­in­ber­ar heil­brigðis­stofn­an­ir s.s. Land­spít­al­inn – há­skóla­sjúkra­hús leigðu út aðstöðu til sjálf­stætt starf­andi aðila. Þannig feng­ist betri nýt­ing á t.a.m. skurðstof­um og tækja­búnaði sem ekki er í notk­un stór­an hluta sól­ar­hrings­ins.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: