Dagurinn hennar Svandísar, kafli 1
„Þetta er auðvitað dónaskapur og setur lækna í ómögulega stöðu.“ „Í rökstuðningi ráðherra segir einnig að SÍ hafi upplýst ráðuneytið um að það sé ekki algilt að börn sem fæðast með skarð í vör eða gómi eigi við alvarleg tannvandamál að stríða. Telur ráðuneytið því ekki rétt að gera reglugerðarbreytingu.“
Það standa mörg spjót á Svandísi Svavarsdóttir þessa dagana. Byrjum á læknum sem verða með lausa samninga um áramót og ná engu sambandi við ráðherra heilbrigðismála.
Er Svandís dóni?
„Það er kominn miður september. Við áttum fund með Svandísi í janúar. Fulltrúar Samtaka heilbrigðisfyrirtækja funduðu með henni í apríl og svo var þetta svokallaða samtal 2. júlí. Það er búið að reka á eftir svari frá ráðherra með tölvupóstum. Í byrjun júlí sendum við ráðherra tölvupóst um að það mætti ekki dragast að hefja viðræður. Hún verður þá að minnsta kosti að segja að hún ætli ekki að semja við okkur. Þetta er auðvitað dónaskapur og setur lækna í ómögulega stöðu. Sjúklingar vita ekki hvað þeir eiga að borga á næsta ári og læknar eiga örðugt með að skipuleggja aðgerðir, eftirlit og starfsemina almennt.“
Þetta sagði Kristján Guðmundsson, formaður samninganefndar Læknafélags Reykjavíkur, í samtalið við Moggann.
Biluð tæki á Landspítala
Sigurður Ásgeir Kristinsson, bæklunarlæknir hjá meðferðastöðinni Corpus Medica, segir í sama Mogga að Corpus Medica láni Landspítala lækningatæki sem Bjarni Valtýsson notar þar í hlutastarfi. Tæki spítalans sé bilað.
Svandís sagði nei
„Við erum búin að leita allra leiða og við fórum fram á að reglugerð yrði breytt. Það eru örfá börn sem þetta snýst um og hvort þau eru með skarð í harða að mjúka góm. Þetta eru nokkur börn sem detta út vegna reglugerðarbreytingar fyrir nokkrum árum. Við erum búin að fara til ráðherra, við erum búin að kæra þetta og við komum að lokuðum dyrum alls staðar, segir Ragna K. Marinósdóttir, framkvæmdastjóra Umhyggju, í sama Mogga og bætir við: „Í rökstuðningi ráðherra segir einnig að SÍ hafi upplýst ráðuneytið um að það sé ekki algilt að börn sem fæðast með skarð í vör eða gómi eigi við alvarleg tannvandamál að stríða. Telur ráðuneytið því ekki rétt að gera reglugerðarbreytingu.“