- Advertisement -

Dagur varðist með Gúttóslagnum

Gúttóslagurinn 1932. Dagur borgarstjóri vék ítrekað að honum í ræðu í borgarstjórn í kvöld.

Dagur B. Eggertsson sagði á borgarstjórnarfundi, vegna tillögu Sönnu Magdalenu, um að borgin hækki lægstu laun svo þau verði 400 þúsund næsta vor, að ekki tíðkist að laun séu hækkuð einhliða.

Hann sagði meira en áttatíu ára hefð fyrir því að borgarfulltrúar geri ekki slíkt. Þar sagðist hann vitna til Gúttóslagsins þar sem borgarfulltrúar ákváðu að lækka laun sem endaði með frægum átökum.

Dagur lagði til að tillagan verði send sér til úrvinnslu. „Staðan er þröng og flókin í kjaramálunum. Vitum af 80 ára reynslu að þetta ræðst í samningum.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Dagur varði nokkrum tíma í söguskýringar um Gúttóslaginn. En sem sagt þá vill hann sjálfur fá að höndla með tillöguna.

Heiða Björg Hilmisdóttir, félagi Dags í Samfylkingunni, lagði það eitt fram í umræðunni um launabreytingarnar að deildi hart á Sönnu fyrir að hafa sagt „hvítur millistéttarfeministi“.

Það taldi Heiða Björg dónaskap við konur fyrri ára sem börðust fyrir bættum hag verkakvenna.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: