- Advertisement -

Dagur og draugagatan

-sme

Deilan og ólgan um framíð Laugavegar hefur ekki sjáanlegan endi. Allskyns rök og ekki síður rökleysa hefur lagst yfir umræðuna um framtíð helstu verslunargötu Reykjavíkur. Pólitíkusar eru stundum hættulegastir allra. Þeir eiga til að grípa það sem hendi er næst máli sínu til stuðnings.

Kaupmenn kvarta og benda á að nú sé svo komið að dögum saman sé engin sala. Engar tekjur. Að ekkert komi í kassann. Að því gefnu að þetta sé allt satt og rétt er víst að framtíð verslunar, á einu tilgreindu verslunargötu borgarinnar, er engin. Verslanir verða ekki reknar lengi án viðskipta.

Dagur borgarstjóri er ákveðinn. Hann vill að Laugavegurinn verði göngugata. Verði vilji hans ofan á er víst að Laugavegurinn verður ekki lengur verslunargata.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Gefum okkur að það sé bara allt í allt í lagi. Að Laugavegurinn verði ekki lengur verslunargata. Hvað á Laugavegurinn þá að vera? Hvers vegna á fólk að ganga um göngugötuna ef ekki verður grundvöllur þar til verslunarrekstrar. Hvað á taka við? Hvert verður aðdráttaraflið?

Verði vilji Dags ofan á, verður Laugavegur þá kannski bara draugagata?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: