- Advertisement -

Dagur not­ar fatlað fólk sem skálka­skjól

Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, Hildur Björnsdóttir, skrifar grein í Mogga dagsins. Þar segir:

„Árs­reikn­ing­ur Reykja­vík­ur­borg­ar fyr­ir árið 2022 dreg­ur upp dökka mynd. Rekstr­ar­hall­inn nam 15,6 millj­örðum, en áætlan­ir höfðu gert ráð fyr­ir 2,8 millj­arða halla. Því er ljóst að borg­ar­stjóri fór 13 millj­arða um­fram áætlan­ir í rekstri liðins árs. Er nema von manni svelg­ist á morgunkaff­inu?“

Hildur skrifaði áfram:

Hér er um gríðarlega fjár­muni að ræða og ljóst að helstu frá­vik­in má finna í sí­vax­andi rekstr­ar­kostnaði. Borg­ar­stjóri dreg­ur hins veg­ar fram aðrar skýr­ing­ar, seg­ir borg­ina fara vel með fé, en framúr­keyrsl­una skýr­ast helst af „íþyngj­andi þjón­ustu við fatlað fólk“. Þær full­yrðing­ar stand­ast enga skoðun, en þegar bet­ur er að gáð fór mála­flokk­ur fatlaðs fólks 664 millj­ón­ir um­fram fjár­heim­ild­ir á ár­inu 2022, og nem­ur því ein­ung­is 5% af framúr­keyrslu síðasta árs.

Það er væg­ast sagt ósmekk­legt hvernig borg­ar­stjóri not­ar fatlað fólk sem skálka­skjól þegar verj­ast þarf óumflýj­an­legri umræðu um óá­byrg­an rekst­ur borg­ar­inn­ar. Það er rekst­ur­inn sem er vanda­málið, ekki lög­bund­in þjón­usta við fatlað fólk,“ skrifaði Hildur Björnsdóttir í Moggann í dag.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: