- Advertisement -

Dagur mætir best – Hildur fylgir fast á hæla hans

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er með bestu mætingu allra borgarfulltrú á borgarstjórnarfundi. Þeir eru haldnir á tveggja vikna frestir og hefur Dagur mætt á 94 prósent þeirra.

Öfugt við umræðu síðustu daga þá fylgir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi sveitastjórnakosningar, fasta á hæla Dags en hún er með næstbestu mætingu allra borgarfulltrúa á fundi, eða 90 prósent mætingu á fundi áður en kosningarbaráttan hófst en síðan þá hefur mæting Hildar dalað.

Á yfirstandandi kjötímabili hafa 70 borgarstjórnarfundir farið fram og DV taldi mætinguna á fundina. Þar kom í ljós að Dagur var á toppnum og Hildur kom þar á eftir.

Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, virðist vera með verstu mætinguna en hún hefur misst af 15 fundum og er með 78% mætingu. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, hefur misst af þrettán fundum á kjörtímabilinu sem gerir 81% mætingu og Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri Grænna, misst af 9 fundum á kjörtímabilinu sem gerir 87% mætingu. .

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: