- Advertisement -

Dagur kyrkir lífið úr verslun og veitingahúsum á Laugaveginum

Bolli Kristinsson:
„Dagur B. er versti borgarstjóri Reykjavíkur frá upphafi.“

„Þetta eru ótrúleg svik og Dagur B. er að kyrkja lífið úr verslun og veitingahúsum á Laugaveginum og neitar öllu samráði. Dagur B. er versti borgarstjóri Reykjavíkur frá upphafi,“ segir Bolli Kristinsson kaupmaður og baráttumaður fyrir opnum Laugavegi.

Eins og  Miðjan greindi frá í gær verður Laugavegur, sem og nokkrar aðrar götur, lokaðar fyrir bílum í allan vetur.

„Undirrituð styðja við fjölgun göngugatna í miðborginni. Kannanir sýna að meirihluti íbúa er jákvæður gagnvart göngugötum og að jákvæðust séu þau sem heimsækja svæði göngugatna að minnsta kosti vikulega. Fulltrúar Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar í ráðinu samþykkja því tillöguna um framlengingu tímabundinna göngugatna þar til 1. maí 2021 eða þegar nýtt deiliskipulag fyrir varanlegar göngugötur tekur gildi,“ segir meirihlutinn í borgarstjórn.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Vigdís Hauksdóttir berst á móti: „Þetta eru ískaldar kveðjur frá meirihlutanum í upphafi hausts, ekki bara til rekstraraðila heldur líka landsmanna allra. Borgarstjóri og meirihlutinn eiga ekki Laugaveginn og nágrenni hans.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: