Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, skrifar þunga grein í Mogga dagsins. Þar fjallar hún um ákvörðun Dags B. Eggertssonar að leggja af borgarskjalasafn borgarinnar. Grein Kolbrúnar endar svona:
Hér stefnir í að borgarstjóri geri afdrifarík mistök í starfi. Við í minnihlutanum þurfum að horfa upp á þennan vonda gjörning og getum ekkert gert. Borgarbúar og framtíðarborgarbúar munu líða fyrir þetta. Sagnfræðiheimurinn er í uppnámi. Sagnfræðingafélagið staðfestir að fyrirhugaðar breytingar yrðu mikil afturför. Slíkt safn sem Borgarskjalasafn veitir almenningi aðgang að sögu sinni, varðveitir sögu einstaklinga og stofnana á svæðinu. Þannig þjónar Borgarskjalasafnið íbúum borgarinnar öllum, nemendum á hverju skólastigi, stjórnmálamönnum, embættismönnum og fræðasamfélaginu af mikilli fagmennsku eins og segir í ályktun Sagnfræðifélagsins.