- Advertisement -

Dagur gagnrýnir Sigmund Davíð

„Þessi verkefni voru hluti af Fjárfestingaráætlun fyrir Ísland sem gekk út á að framkvæma á besta tíma í hagsveiflunni til að skapa störf og hagvöxt. Þetta voru ótrúlega dýr mistök.“

„Árið 2013 gerði ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar það að sínu fyrsta verki að lækka auðlindagjöld á útgerðina og fresta eða skera niður mikilvæg framlög til verkefna eins og byggingu nýs Herjólfs, Hús íslenskunnar, vegagerð um land allt, framlög til uppbyggingar ferðamannastaða og tvöföldun framlaga í Kvikmyndasjóð svo dæmi séu nefnd,“ skrifar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.

„Þessi verkefni voru hluti af Fjárfestingaráætlun fyrir Ísland sem gekk út á að framkvæma á besta tíma í hagsveiflunni til að skapa störf og hagvöxt. Þetta voru ótrúlega dýr mistök,“ skrifar hann.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Í vikunni birtist ein afleiðing af þessum óskynsamlegu ákvörðunum – Hús íslenskunnar reynist þremur milljörðum dýrara en ef í það hefði verið ráðist árið 2013. Mig grunar að munurinn á kostnaði við nýja Herjólfs hlaupi líka á stórum fjárhæðum og sömu sögu sé að segja af öðrum framkvæmdum sem frestað var (fyrir utan hvað er óskynsamlegt að láta Vestmanneyinga og aðra landsmenn bíða).

Síðast en ekki síst á þjóðin rétt á arði af auðlindunum og ótrúlegt að upphæð veiðigjalda hafi verið lækkuð gríðarlega 2013 – og allar götur síðan.“

Greinin birtist á Facebooksíðu Dags. Fyrirsögnin er Miðjunnar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: