- Advertisement -

Dagur fór og Einar snarbeygir til hægri

„Við erum hérna með græna gíma­ldið og öll þessi leiðinda­mál, kenn­ara­verk­föll og alls kon­ar erfiða bolta sem lenda á borðinu hérna, hjá þess­um gæja.“

Einar Þorsteinsson borgarstjóri Mogga dagsins.

Dagur B. var varla farinn á sinn nýja vinnustað en Einar borgarstjóri Þorsteinsson reif í rattið og stefnir hraðbyr til hægri. Einar er á heimleið. Hann er sammála Sjálfstæðisflokki hvað varðar flugvöllinn og meira segja hvað varðar „fjölskyldubílinn“.

Í Mogganum segir borgarstjóri:

„Við erum á erfiðu tíma­bili hvað varðar sam­göng­ur. Við reyn­um að efla al­menn­ings­sam­göng­ur og höf­um unnið að alls kon­ar verk­efn­um sem munu koma til með að bæta sam­göng­ur á höfuðborg­ar­svæðinu öllu. Það hef­ur verið þrengt að fjöl­skyldu­bíln­um með þeim skila­boðum að taka strætó en þjón­ust­an er samt ekki nægi­lega góð. Við þurf­um að sýna hvert öðru mildi þegar kem­ur að þessu. Venju­legt fjöl­skyldu­fólk í út­hverf­un­um á erfitt með að sinna sín­um er­ind­um hjólandi eða í al­menn­ings­sam­göng­um. Ein­hverj­ir geta það en aðrir ekki.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

„…þýðir ekk­ert að fara taug­um yfir þessu.“

Framsókn siglir gegn vindi. Mogginn spyr Einar um þá staðreynd:

Fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins mæl­ist nú 3,3% samkvæmt nýrri Gallup-könn­un.

„Gam­an að þú skul­ir nefna hana,“ seg­ir Ein­ar og það vott­ar fyr­ir kald­hæðni.

Þetta hlýt­ur að vera veru­legt áhyggju­efni og vænt­an­lega ekki ásætt­an­legt í þínum huga?

„Bara betri könn­un en ég bjóst við,“ seg­ir Ein­ar kím­inn.

„Við erum hérna með græna gíma­ldið og öll þessi leiðinda­mál, kenn­ara­verk­föll og alls kon­ar erfiða bolta sem lenda á borðinu hérna, hjá þess­um gæja. Þetta er auðvitað alls ekki nógu gott og ég vildi að við vær­um í miklu hærri töl­um. Það er eitt ár eft­ir núna af þessu kjör­tíma­bili og það þýðir ekk­ert að fara taug­um yfir þessu.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: