„Fékk rétt í þessu staðfestingu (pcr) á því að ég væri með covid. Ekki óvænt. Síðastur af sex fjölskyldumeðlimum sem hafa skipst á frá því í janúar. Vaknaði slappur á laugardag og fór í próf. Hef verið í einangrun og hóstað mig í gegnum helgina og fundi dagsins – þá sem ekki hefur verið hægt að fresta.
Hafði hlakkað til að fara um mitt gamla hverfi, Árbæinn, í hverfaviku frá og með morgundeginum. Því mun seinka. Planið er að ýta því aðeins á undan okkur en reyna engu að síður að heimsækja og hitta alla sem til stóð þótt tímasetningar breytist. Við stefnum enn að þvi að vera með opinn fund í Árbæjarskóla á fimmtudag – þá verð ég vonandi laus úr einangrun ef allt þróast vel. Farið varlega og vel með ykkur og gætið að óveðrinu í kvöld og nótt sem fylgt getur hálka og vatnavextir,“ skrifaði Dagur B. Eggertsson á facebook í gær.