- Advertisement -

Dagur ber ábyrgð á slökum snjóruðningi

„Sem fyrr læt­ur borg­ar­stjóri ekki ná í sig vegna máls­ins en vís­ar þess í stað á lágt setta yf­ir­menn eða jafn­vel nefnda­for­menn. Af­sak­an­ir for­manns um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs verða æ fjar­stæðukennd­ari. Eft­ir að yf­ir­lýs­ing um að stýri­hóp­ur væri að end­ur­skoða þjón­ustu­hand­bók vetr­arþjón­ustu sló ekki í gegn, var ýjað að því að meint fákeppni í snjóruðningi væri vand­inn,“ skrifar Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Greinin er birt í Mogga dagsins.

„Það er eng­in fákeppni á markaðnum með snjóruðning. Mörg hundruð vinnu­vél­ar á Reykja­vík­ur­svæðinu eru til­tæk­ar í verk­efnið en ein­ung­is um 20 þeirra að störf­um í höfuðborg­inni,“ skrifar Kjartan.

„En auðvitað er það borg­ar­stjóri ásamt póli­tísk­um meiri­hluta borg­ar­stjórn­ar sem ber höfuðábyrgð á skipu­lags­klúðrinu og lé­legri verk­stjórn í mála­flokkn­um,“ segir í greininni.

Eins og eldri Sjálfstæðismönnum sæmir leitar Kjartan til borgarstjórnarára Davíðs Oddssonar:

„Til frek­ari sam­an­b­urðar má geta þess að árið 1984 voru um 100 tæki send út á göt­ur Reykja­vík­ur til snjóruðnings þegar sam­bæri­lega snjó­komu gerði.“

Hvað ætli þurfi mörg tæki frá tíð Davíðs til að jafnast á eitt tæki nú?
Flest allt hefur tekið miklum breytingum á á fjörutíu árum. Þetta er handónýtur samanburður.

Í dag var ég í Reykjavík. Það var pínlegt að horfa á erlenda ferðamenn basla við að draga ferðatöskur yfir glerharða snjóruðninga. Borgarstjórn til mikillar skammar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: