- Advertisement -

Dagur bæði værukær og kærulaus

Eina spennan sem sést í borgarstjórnarkosningunum er hvort Vinstri græn í borginni farið að ráðum móðurskipsins eða haldi saman við núverandi meirihluta. Vond staða í flestum málaflokkum hefur ekki áhrif á fylgi borgarstjórans. Sem virðist engar ahyggjur hafa.

Dagur B. Eggertsson sýnist vera óttalaus maður. Innan fárra vikna verður kosið til borgarstjórnar og ekki er annað að sjá en a‘ borgarstjórinn mæti fullkomlega óundibúinn til leiks. Kærulaus og óklár. En hvers vegna gerir hann það?

Í kalda koli…

Dagur virðist engar áhyggjur hafa af pólitískum andstæðingum sínum. Þeir hafa farið afar illa af stað og því mælist staða Dags sterk þrátt fyrir að í borginni sé flest í kalda koli. Reykjavík hefur sjaldan eða aldrei mátt þola aðra eins niðurlægingu og nú.

Lífshættuleg að vera úti…

Dag eftir dag hefur fólk verið varað við að vera úti við vegna mengunnar. Ekkert hefur verið gert til að laga þetta lífshættulega ástand. .
Ljósmynd: RVK.

Byrjum á borginni sjálfri. Dag eftir dag hefur fólk verið varað við að vera úti við vegna mengunnar. Ekkert hefur verið gert til að laga þetta lífshættulega ástand. Það sem svo margt annað er látið reika á reiðanum.

Kúkur í fjörunum…

Frárennsli er annað stór mál þar sem hefur tekist óheppilega til. Dögum saman var viðbjóðslegt frárennsli haft í fjörum Reykjavíkur án þess að íbúar væru varaðir við. Ekkert var gert og ekkert var sagt fyrr en kvartað var.

Holur og sóðaskapur…

Götur borgarinnar eru eitt. Viðhaldi þeirra er mjög ábótavant. Hvar sem farið er eru götur götóttar, skítugar og oft hættulegar. Sama er að segja um göngustíga og hjólastíga. Kæruleysi borgaryfirvalda staðfestist í hverju skrefi.

Fóður fyrir braskara…

Staðan hefur ekki verið verri í húsnæðismálum í áratugi. Í Reykjavík er byggt í verðsprengingar. Nýtt og hærra verð er á hverri íbúð sem byggð er, enda er sem einungis sé byggt þar sem dýrt er að byggja og með þessu öllu hefur tekist að byggja fóður fyrir braskara.

Langt umfram raunvirði…

Lýsisreiturinn, við útvarpshúsið og Höfðatorg eru dæmi um byggingar þar sem íbúðir kosta langt umfram raunvirði, þrátt fyrir að byggt sé á dýrustu lóðum sem fyrirfinnast. Allt virðist gert til að viðhalda sem mestu braski með íbúðir.

Föst heima…

Meðan er almenningur í vanda. Ungt fólk kemst ekki að heiman þar sem engar íbúðir er að fá. Fátt eða ekkert er gert til að leysa hinn raunverulega vanda. Þess í stað er þóknunin við verktaka og braskara í forgrunni. Vandinn vex dag frá degi.

Langir biðlistar hrekja fólk úr borginni. Meira að segja flýr barnafólk frá Reykjavík til Garðabæjar, sem hefur svo sem ekki glæsta sögu í félagsmálum.

Flýja til Garðabæjar…

Leikskólamálin er enn eitt dæmið. Langir biðlistar hrekja fólk úr borginni. Meira að segja flýr barnafólk frá Reykjavík til Garðabæjar, sem hefur svo sem ekki glæsta sögu í félagsmálum. Ráðaleysið er algjört, nánast fullkomið.

Allt í plati…

Þó Dagur komi nú, skömmu fyrir kosningar, og lofi nýjum leikskólum hér og þar breytir það ekki því að alltof lítið hefur verið gert árum saman. Ekki einn einasti borgarbúi á að trúa því sem nú er sagt. Og alls ekki Dagur B., því hann veit betur. Þetta er innatómt.

Skella brátt í lás…

Grunnskólarnir stefna í verkfall. Kennararnir sættast ekki á þau laun sem borgin vill láta þá hafa og þeir virðast tilbúnir til að berjast fyrir bættum kjörum. Enn hafa engin viðbrögð komið frá borgarapparatinu. Og koma örugglega ekki, að þeirra frumkvæði hið minnsta.

Skál í boðinu…

Launastefnan kristallast svo í að ekki fæst fólk til að starfa á leiksólum og víðar vegna láglaunastefnu borgarinnar. Á sama tíma er því fagnað í fínustu sölu borgarinnar að forstjóri Orkuveitunnar hefur náð nýju meti, launin eru komin yfir þrjár milljónir. Skál fyrir því.

Byggt ódýrt, selt dýrt…

Skipulagsslys eru víða í Reykjavík. Það sárasta er á svokölluðu hafnartorgi. Þar hafa verktakar fengið að fara sínu fram, byggja einföld og ljót hús fyrir sem minnst og fá að treysta á að þeir geti selt fyrir sem mest. Verktakar fá að græða. Með hvaða aðferð sem er.

Skuldir og aftur skuldir…

Fjármál og skuldir borgarinnar eru ekki með sóma. Á því verður klifað í kosningabaráttunni. Fádæma góðæri ríkir og því hefur fjárhagsstaða allra vel rekinna sveitarfélaga batnað stórum á síðustu árum. Reykjavík er undantekning þar á.

Það sem borgarfulltrúar meirihlutans geta helst hreykt sér af eru breytingarnar sem gerðar voru á Grensásvegi.

Grensásvegur sker sig úr…

Hefur þá ekkert gott verið gert síðustu fjögur ár? Eflaust. Það sem borgarfulltrúar meirihlutans geta helst hreykt sér af eru breytingarnar sem gerðar voru á Grensásvegi. Annað hefur farið verr en Grensásvegurinn. Hvað segir það okkur?

Sigurinn verður þeirra…

Jú, það segir hversu kosningarnar eru léttur leikur fyrir Dag og hans fólk. Þau mæta fullkomlega óundurbúin til leiks vitandi að sigurinn verði þeirra. Það er ef VG í borginni fer ekki að ráðum formanns síns og skríða í fang Sjálfstæðisflokksins. Slíkt má ekki útiloka.

 

 

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: